Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 15:10 Donald Trump er ekki óvanur því að komast í kast við lögin. Hann er nú til rannsóknar á fernum vígstöðvum á sama tíma. AP/Andrew Harnik Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent