Íslenskur kokkanemi vann Masterchef í Noregi Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 15:58 Róbert Ómarsson stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef - Unge Talenter. Aðsend Róbert Ómarsson, Íslendingur sem búsettur er í Noregi, stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef – Unge Talenter í Noregi. Hann er á þriðja ári í kokkanáminu og starfar sem kokkanemi á Michelin-veitingastað í Osló. „Þetta var geðveikt,“ segir Róbert um keppnina í samtali við blaðamann. Hugmyndin um að keppa í Masterchef kom þegar hann var að taka þátt í skólakeppni í eldamennsku. Á þessari keppni var stödd kona sem var að tala um Masterchef og auglýsa keppnina. Róbert og vinir hans töluðu saman um að skrá sig í keppnina þar sem hún fór fram og var tekin upp á meðan þau voru í sumarfríi í fyrra. Það endaði þó með að Róbert var sá eini í vinahópnum sem tók þátt þar sem hin í hópnum ákváðu að vinna um sumarið. Það reyndist gæfurík ákvörðun því Róbert stóð uppi sem sigurvegari. Hann er í dag átján ára gamall en var sautján ára þegar þáttaröðin var tekin upp í fyrra. Um er að ræða Masterchef keppni fyrir ungmenni. Verðlaunin fyrir að vinna keppnina voru síðan ekki af verri endanum: „Ég vann ferð til Frakklands á Bocuse d‘Or, stærstu kokkakeppni í heimi,“ segir hann. Róbert eldar hér einn af þeim réttum sem komu honum í úrslit Masterchef - Unge Talenter.Aðsend Skemmtilegast að elda fyrir besta unga kokk í heimi Róbert segir að keppnin og allt í kringum hana hafi verið skemmtilegt. Upptökudagarnir hafi verið langir en þegar þeim var lokið hafi hann skemmt sér, til að mynda á hótelinu og ströndinni. Honum fannst skemmtilegast að taka upp níunda þáttinn í þáttaröðinni: „Ég kannaðist við kokkinn sem kom þá, ég held að hann hafi unnið besti ungi kokkur í heiminum. Við gerðum nokkra rétti sem hann hefur búið til. Það gekk mjög vel.“ Sem fyrr segir stundar Róbert kokkanám í Noregi. Hann segir námið þar virka þannig að fólk er í fjögur ár í náminu, tvö ár í skóla og svo tvö ár sem nemi á veitingastað. „Ég er á fyrsta ári sem nemi, þannig ég er á þriðja ári og á eitt og hálft ár eftir. Þetta er skemmtilegt á hverjum degi. Ég þekki helling af fólki sem er á sama aldri og ég og er að gera þetta. Við erum bara á fullu í þessu.“ Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt Svo virðist vera sem Róbert sé búinn að finna sína hillu í lífinu. Hann starfar nú á Statholdergaarden en sá veitingastaður er með eina Michelin stjörnu. Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í franskri og skandinavískri matargerð. Róbert segir þó að hann eigi sér ekki neina eina uppáhalds matargerð: „Mér finnst alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort ég sé með eitthvað uppáhald. Þar sem ég er að vinna erum við með svona franskt skandinavískt mix þannig ég geri það alveg helling núna. Við skiptum um matseðil á sex vikna fresti, þannig við breytum alveg oft.“ Róbert virðist hafa fundið sína hillu í lífinu.Aðsend Þá sér hann fyrir sér að búa áfram í Noregi en hann vill líka prófa að elda og búa í fleiri Norðurlöndum. „Ég er búinn að búa í Noregi síðan 2008 þannig ég er búinn að vera hérna lengi. Mig langar að vera í Noregi en mig langar líka að prófa að vinna í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.“ Matur Raunveruleikaþættir Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Sjá meira
„Þetta var geðveikt,“ segir Róbert um keppnina í samtali við blaðamann. Hugmyndin um að keppa í Masterchef kom þegar hann var að taka þátt í skólakeppni í eldamennsku. Á þessari keppni var stödd kona sem var að tala um Masterchef og auglýsa keppnina. Róbert og vinir hans töluðu saman um að skrá sig í keppnina þar sem hún fór fram og var tekin upp á meðan þau voru í sumarfríi í fyrra. Það endaði þó með að Róbert var sá eini í vinahópnum sem tók þátt þar sem hin í hópnum ákváðu að vinna um sumarið. Það reyndist gæfurík ákvörðun því Róbert stóð uppi sem sigurvegari. Hann er í dag átján ára gamall en var sautján ára þegar þáttaröðin var tekin upp í fyrra. Um er að ræða Masterchef keppni fyrir ungmenni. Verðlaunin fyrir að vinna keppnina voru síðan ekki af verri endanum: „Ég vann ferð til Frakklands á Bocuse d‘Or, stærstu kokkakeppni í heimi,“ segir hann. Róbert eldar hér einn af þeim réttum sem komu honum í úrslit Masterchef - Unge Talenter.Aðsend Skemmtilegast að elda fyrir besta unga kokk í heimi Róbert segir að keppnin og allt í kringum hana hafi verið skemmtilegt. Upptökudagarnir hafi verið langir en þegar þeim var lokið hafi hann skemmt sér, til að mynda á hótelinu og ströndinni. Honum fannst skemmtilegast að taka upp níunda þáttinn í þáttaröðinni: „Ég kannaðist við kokkinn sem kom þá, ég held að hann hafi unnið besti ungi kokkur í heiminum. Við gerðum nokkra rétti sem hann hefur búið til. Það gekk mjög vel.“ Sem fyrr segir stundar Róbert kokkanám í Noregi. Hann segir námið þar virka þannig að fólk er í fjögur ár í náminu, tvö ár í skóla og svo tvö ár sem nemi á veitingastað. „Ég er á fyrsta ári sem nemi, þannig ég er á þriðja ári og á eitt og hálft ár eftir. Þetta er skemmtilegt á hverjum degi. Ég þekki helling af fólki sem er á sama aldri og ég og er að gera þetta. Við erum bara á fullu í þessu.“ Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt Svo virðist vera sem Róbert sé búinn að finna sína hillu í lífinu. Hann starfar nú á Statholdergaarden en sá veitingastaður er með eina Michelin stjörnu. Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í franskri og skandinavískri matargerð. Róbert segir þó að hann eigi sér ekki neina eina uppáhalds matargerð: „Mér finnst alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort ég sé með eitthvað uppáhald. Þar sem ég er að vinna erum við með svona franskt skandinavískt mix þannig ég geri það alveg helling núna. Við skiptum um matseðil á sex vikna fresti, þannig við breytum alveg oft.“ Róbert virðist hafa fundið sína hillu í lífinu.Aðsend Þá sér hann fyrir sér að búa áfram í Noregi en hann vill líka prófa að elda og búa í fleiri Norðurlöndum. „Ég er búinn að búa í Noregi síðan 2008 þannig ég er búinn að vera hérna lengi. Mig langar að vera í Noregi en mig langar líka að prófa að vinna í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.“
Matur Raunveruleikaþættir Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Sjá meira