Lokunin augljóst merki um mismunun Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. apríl 2023 22:04 Jón Karl Ólafsson er formaður Fjölnis. Vísir Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. „Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum. Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum.
Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira