Braut lög með því að beina öryggismyndavél að húsi og landi nágrannans Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2023 07:49 Nágrannarnir deildu um afnotarétt að vegi á landi þeirra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur húss hafi brotið gegn persónuverndarlögum og reglugerð um rafræna vöktun með því að beina öryggismyndavél að landi og húsi nágranna. Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun. Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun.
Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira