Braut lög með því að beina öryggismyndavél að húsi og landi nágrannans Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2023 07:49 Nágrannarnir deildu um afnotarétt að vegi á landi þeirra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur húss hafi brotið gegn persónuverndarlögum og reglugerð um rafræna vöktun með því að beina öryggismyndavél að landi og húsi nágranna. Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun. Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun.
Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira