Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2023 10:10 Ríki íslam lýsti árásinni á hendur sér. Árásarmaðurinn lést en bróðir hans var dæmdur í lífstíðarfangelsi. epa/Nigel Roddis Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC. Bretland England Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC.
Bretland England Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira