Elskum öll! Margrét Tryggvadóttir skrifar 5. apríl 2023 08:00 Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar. Við hjá Nova litum inn á við og spurðum okkur hvað við gætum gert til þess að leggja okkar af mörkum í þessum málum. Nova hefur þannig markað sér stefnu til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni og sýna hvort öðru virðingu. Það höfum við gert á ýmsan hátt. Við höfum beðið fólk um að leggja frá sér símana, við höfum talað um líkamsvirðingu og í nýrri herferð bendum við á að við erum öll eins í grunninn. Alveg sama hvernig við erum sköpuð. Oft þörf en nú nauðsyn En af hverju erum við að benda á að við séum öll eins og við eigum að elska öll? Pólarísering í þjóðfélaginu hefur ekki verið meiri í langan tíma. Kynþáttahatur og fordómar eru vaxandi vandamál og misskipting í heiminum virðist vera að aukast. Aðeins 34 þjóðir heimila til dæmis hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Hér á Íslandi sjáum við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Á síðasta ári var krotað yfir regnbogalistaverk við Grafarvogskirkju og regnbogafánar við stöð Orkunnar í Suðurfelli voru skornir niður. 15% nemenda í 6. til 10. bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta ári sem er 5% aukning á síðustu sjö árum samhliða aukinni notkun á miðlum eins og Instagram og Tiktok. Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á að benda á að við erum öll eins og að við þurfum að elska öll þá er það núna. Tillitsleysi gagnvart öðrum getur þróast í fordóma. Með því að leggja okkur fram um að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og með því að tileinka okkur að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu verður lífið einfaldlega auðveldara og skemmtilegra. Þess vegna segjum við hjá Nova – sýnum tillitssemi og elskum öll! Höfundur er skemmtana- og forstjóri Nova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Nova Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar. Við hjá Nova litum inn á við og spurðum okkur hvað við gætum gert til þess að leggja okkar af mörkum í þessum málum. Nova hefur þannig markað sér stefnu til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni og sýna hvort öðru virðingu. Það höfum við gert á ýmsan hátt. Við höfum beðið fólk um að leggja frá sér símana, við höfum talað um líkamsvirðingu og í nýrri herferð bendum við á að við erum öll eins í grunninn. Alveg sama hvernig við erum sköpuð. Oft þörf en nú nauðsyn En af hverju erum við að benda á að við séum öll eins og við eigum að elska öll? Pólarísering í þjóðfélaginu hefur ekki verið meiri í langan tíma. Kynþáttahatur og fordómar eru vaxandi vandamál og misskipting í heiminum virðist vera að aukast. Aðeins 34 þjóðir heimila til dæmis hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Hér á Íslandi sjáum við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Á síðasta ári var krotað yfir regnbogalistaverk við Grafarvogskirkju og regnbogafánar við stöð Orkunnar í Suðurfelli voru skornir niður. 15% nemenda í 6. til 10. bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta ári sem er 5% aukning á síðustu sjö árum samhliða aukinni notkun á miðlum eins og Instagram og Tiktok. Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á að benda á að við erum öll eins og að við þurfum að elska öll þá er það núna. Tillitsleysi gagnvart öðrum getur þróast í fordóma. Með því að leggja okkur fram um að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og með því að tileinka okkur að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu verður lífið einfaldlega auðveldara og skemmtilegra. Þess vegna segjum við hjá Nova – sýnum tillitssemi og elskum öll! Höfundur er skemmtana- og forstjóri Nova.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar