Elskum öll! Margrét Tryggvadóttir skrifar 5. apríl 2023 08:00 Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar. Við hjá Nova litum inn á við og spurðum okkur hvað við gætum gert til þess að leggja okkar af mörkum í þessum málum. Nova hefur þannig markað sér stefnu til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni og sýna hvort öðru virðingu. Það höfum við gert á ýmsan hátt. Við höfum beðið fólk um að leggja frá sér símana, við höfum talað um líkamsvirðingu og í nýrri herferð bendum við á að við erum öll eins í grunninn. Alveg sama hvernig við erum sköpuð. Oft þörf en nú nauðsyn En af hverju erum við að benda á að við séum öll eins og við eigum að elska öll? Pólarísering í þjóðfélaginu hefur ekki verið meiri í langan tíma. Kynþáttahatur og fordómar eru vaxandi vandamál og misskipting í heiminum virðist vera að aukast. Aðeins 34 þjóðir heimila til dæmis hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Hér á Íslandi sjáum við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Á síðasta ári var krotað yfir regnbogalistaverk við Grafarvogskirkju og regnbogafánar við stöð Orkunnar í Suðurfelli voru skornir niður. 15% nemenda í 6. til 10. bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta ári sem er 5% aukning á síðustu sjö árum samhliða aukinni notkun á miðlum eins og Instagram og Tiktok. Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á að benda á að við erum öll eins og að við þurfum að elska öll þá er það núna. Tillitsleysi gagnvart öðrum getur þróast í fordóma. Með því að leggja okkur fram um að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og með því að tileinka okkur að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu verður lífið einfaldlega auðveldara og skemmtilegra. Þess vegna segjum við hjá Nova – sýnum tillitssemi og elskum öll! Höfundur er skemmtana- og forstjóri Nova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Nova Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar. Við hjá Nova litum inn á við og spurðum okkur hvað við gætum gert til þess að leggja okkar af mörkum í þessum málum. Nova hefur þannig markað sér stefnu til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni og sýna hvort öðru virðingu. Það höfum við gert á ýmsan hátt. Við höfum beðið fólk um að leggja frá sér símana, við höfum talað um líkamsvirðingu og í nýrri herferð bendum við á að við erum öll eins í grunninn. Alveg sama hvernig við erum sköpuð. Oft þörf en nú nauðsyn En af hverju erum við að benda á að við séum öll eins og við eigum að elska öll? Pólarísering í þjóðfélaginu hefur ekki verið meiri í langan tíma. Kynþáttahatur og fordómar eru vaxandi vandamál og misskipting í heiminum virðist vera að aukast. Aðeins 34 þjóðir heimila til dæmis hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Hér á Íslandi sjáum við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Á síðasta ári var krotað yfir regnbogalistaverk við Grafarvogskirkju og regnbogafánar við stöð Orkunnar í Suðurfelli voru skornir niður. 15% nemenda í 6. til 10. bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta ári sem er 5% aukning á síðustu sjö árum samhliða aukinni notkun á miðlum eins og Instagram og Tiktok. Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á að benda á að við erum öll eins og að við þurfum að elska öll þá er það núna. Tillitsleysi gagnvart öðrum getur þróast í fordóma. Með því að leggja okkur fram um að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og með því að tileinka okkur að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu verður lífið einfaldlega auðveldara og skemmtilegra. Þess vegna segjum við hjá Nova – sýnum tillitssemi og elskum öll! Höfundur er skemmtana- og forstjóri Nova.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun