Albert um Víking: „Maður á ekki að vanmeta liðið meðan Arnar er við stjórnvölinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2023 11:00 Víkingur tapaði fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ í gær. vísir/hulda margrét Albert Ingason hefur áhyggjur fyrir hönd bikarmeistara Víking. Liðinu er spáð 3. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Ég myndi hafa ágætis áhyggjur ef ég væri stuðningsmaður Víkings. Þeir misstu Júlíus Magnússon sem var gríðarlegur skellur fyrir þá. Það gleymist svolítið í umræðunni að stóran hluta síðasta tímabils var Kristall [Máni Ingason] með. Þeir eru svolítið að missa hann inn í þetta tímabil,“ sagði Albert sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Þeir fengu Matthías Vilhjálmsson. Það veit í raun enginn nema Arnar Gunnlaugsson hvernig hann verður notaður í sumar. Þeir misstu Kyle [McLagan] í meiðsli og hann verður ekkert með á þessu tímabili. Það er líka skellur. Ari Sigurpálsson hefur verið frá í allan vetur. Maður hefur í raun áhyggjur af hóp Víkinga. Síðasta tímabil einkenndist mikið af meiðslum, sérstaklega í öftustu línu og manni finnst ekki vera nógu mikil breidd þar. Þeir fengu ungan ÍR-ing í Sveini [Gísla Þorkelssyni] en hann hefur ekki reynslu.“ Þrátt fyrir áhyggjurnar sem Albert hefur af Víkingi telur hann að strákarnir hans Arnars geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst hópurinn alveg þannig séð nógu góður, sérstaklega ef þeir styrkja varnarlínuna. Ef leikmenn eins og Birnir Snær [Ingason] stíga aðeins meira upp þá klárlega. Arnar hefur sýnt að maður á ekki að vanmeta Víkingsliðið meðan hann er við stjórnvölinn,“ sagði Albert. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 10. apríl. Þess má geta að viðtalið var tekið áður en Víkingur samdi við færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Ég myndi hafa ágætis áhyggjur ef ég væri stuðningsmaður Víkings. Þeir misstu Júlíus Magnússon sem var gríðarlegur skellur fyrir þá. Það gleymist svolítið í umræðunni að stóran hluta síðasta tímabils var Kristall [Máni Ingason] með. Þeir eru svolítið að missa hann inn í þetta tímabil,“ sagði Albert sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Þeir fengu Matthías Vilhjálmsson. Það veit í raun enginn nema Arnar Gunnlaugsson hvernig hann verður notaður í sumar. Þeir misstu Kyle [McLagan] í meiðsli og hann verður ekkert með á þessu tímabili. Það er líka skellur. Ari Sigurpálsson hefur verið frá í allan vetur. Maður hefur í raun áhyggjur af hóp Víkinga. Síðasta tímabil einkenndist mikið af meiðslum, sérstaklega í öftustu línu og manni finnst ekki vera nógu mikil breidd þar. Þeir fengu ungan ÍR-ing í Sveini [Gísla Þorkelssyni] en hann hefur ekki reynslu.“ Þrátt fyrir áhyggjurnar sem Albert hefur af Víkingi telur hann að strákarnir hans Arnars geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst hópurinn alveg þannig séð nógu góður, sérstaklega ef þeir styrkja varnarlínuna. Ef leikmenn eins og Birnir Snær [Ingason] stíga aðeins meira upp þá klárlega. Arnar hefur sýnt að maður á ekki að vanmeta Víkingsliðið meðan hann er við stjórnvölinn,“ sagði Albert. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 10. apríl. Þess má geta að viðtalið var tekið áður en Víkingur samdi við færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira