Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. apríl 2023 12:31 Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun