Páskaumferðin hefur gengið vel Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 13:14 Mikil umferð hefur verið um Reykjanesbraut síðustu daga enda margir á leið erlendis um helgina. Vísir/Egill Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða. Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“ Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira