Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 7. apríl 2023 16:16 Þetta hjólhýsi í Boðaþingi í Kópavogi varð illa úti í óveðrinu. vísir/dúi Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. „Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
„Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend
Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33