Við ræðum þessi kaflaskil við framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair í kvöldfréttum en kaupsamningurinn verður mögulega sá stærsti í Íslandssögunni og gæti talist stærsti viðskiptasamningur í sögu þjóðarinnar.
Við kíkjum þá út í heim en árleg krossfestingarathöfn fór fram í Filippseyjum í morgun. Tugir kaþólskra tilbiðjenda létu krossfesta sig og hýða til að upplifa sömu þjáningar og Jesú Kristur er sagður hafa gert.
Íslenskir gosframleiðendur stigu nýlega skref í átt að umhverfisvænari framleiðslu. Nú selst kók til að mynda aðeins með áföstum tappa til að tryggja að hann skili sér í endurvinnsluna.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.