Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:57 Dómurinn bætist á langa hneykslissögu stofnunarinnar. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04