Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2023 20:37 Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, segir enga tilviljun að dómurinn sé birtur núna, þegar hann er nýbúinn að stefna stofnuninni fyrir dóm og kvarta yfir henni til Persónuverndar. Vísir Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. Greint var frá því í gær að Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi verið dæmd af Héraðsdómi Reykjavíkur í lok marsmánaðar að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar nítján milljónir króna vegna fjörutíu mánaða kynbundins launamunar. Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar, sagði í samtali við fréttastofu að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. „Ég kom aldrei að kjarasamningum gagnvart þessu fólki, sem þetta snýr að. Þetta var ákvarðað af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kjarasviði sambandsins, og BHM. Þegar niðurstaða lá fyrir að tveir yngri lögfræðingar skyldu hækka í launum og tveir eldri skyldu lækka í launum þá beindum við því til sambandsins og BHM hvort ætti ekki að lækka laun þessara sem voru hærra launaðir. Við fengum einfalt svar, sem var skriflegt: Nei,“ segir Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, í samtali við fréttastofu en hann sendi yfirlýsingu frá sér í dag vegna málsins. „Ég veit ekki hvað skúffusamningur er“ Í dómi héraðsdóms er haft eftir lögfræðingnum að yfirmaður hennar hafi talað um að skúffusamningar hafi verið gerðir við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. „Ég veit ekki hvað skúffusamningur er. Þessu hefur verið einhliða borið á mig, að ég hafi notað þetta orðalag. Ég hef aldrei notað þetta orð, skúffusamning, og ég veit ekki hvað það á að vera einu sinni,“ segir hann. Jón stefndi Innheimtustofnun nýlega fyrir dóm vegna vangoldinna launa og jafnframt hefur hann kvartað til Persónuverndar vegna meintrar uppflettingar stofnunarinnar á honum hjá Skattinum, sem hann segist í yfirlýsingu hafa fengið staðfesta hjá Skattinum. Hann segir enga tilviljun að dómur héraðsdóms hafi verið birtur núna. Þá að dómurinn sé birtur til að grafa undan þessum kröfum þínum? „Að mínu mati já, meðal annars,“ segir Jón Ingvar. Þess ber að geta að það eru ekki óalgeng eða óeðlileg vinnubrögð hjá dómstólum að birta dóma opinberlega nokkru eftir að þeir hafa verið kveðnir upp. Dómur í þessu máli var kveðinn upp 29. mars en birtur nokkrum dögum síðar. RÚV fjallaði um dóminn á laugardag og Vísir greindi svo frá í gær að um Innheimtustofnun væri að ræða. Kostir og gallar að útvista verkefnum til fyrirtækja starfsmanna Í apríl í fyrra var Jóni og Braga Axel Rúnarssyni forstöðumanni hjá stofnuninni sagt upp störfum, meðal annars fyrir að hafa útvistað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. „Mér var vikið þarna í burtu bótalaust og með rökum sem fá engan vegin staðist. Það var ekki hlustað á neitt af mínum sjónarmiðum, ég fékk engin gögn í hendur. Það er liðið eitt og hálft ár og ég hef ekki einu sinni fengið tölvupóstinn minn. Þetta er allt á sömu bókina lagt: Engin svör, engin gögn. Ekkert.“ Málið er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og nokkrir með réttarstöðu sakbornings. Ert þú einn af þeim sem hefur réttarstöðu sakbornings? „Já, ég hef þann vafasama heiður. Eitt af þessum asnaspörkum þarna henda inn kæru gegn betri vitund að mínu mati. Þetta fólk vissi alveg hvað það var að gera, það er bara hvaða leið það var að fara. Þetta er alveg ómaklegt. Það er meira en ár síðan þessi kæra fór inn. Ég var handtekinn á heimili mínu og dreginn niður í yfirheyrslu og hef ekki heyrt hóst eða stunu frá þessu fólki síðan,“ segir Jón Ingvar. „Þessi útvistun verkefna, fólk getur greint á um það. En hver greiddi fyrir það? Það var ekki Innheimtustofnun, það voru þeir sem stóðu ekki skil á meðlögum. Það var enginn annar sem borgaði. Stofnunin borgaði aldrei eina einustu krónu, það er kjarni málsins. En innheimtan jókst ef ég man rétt um 73 milljónir á árinu 2020 og um 120 árið 2021 beinlínis út af þessum aðgerðum.“ Er ekki vafasamt að verkefni sem stofnunin átti að inna af hendi hafi verið útvistað til fyrirtækis í eigu starfsmanns? „Það hefur kosti og galla. Það er þekking, kunnátta. Fólk getur algerlega haft þá skoðun. En þetta fólk vann að þessu, það var stóraukin innheimta. Innheimtukrafturinn var aukinn verulega með þessum árangri. Þessi kæra er eitthvað sem mér finnst alveg út í hött,“ segir Jón Ingvar og bætir við að hann hafi engar upplýsingar fengið um stöðu málsins hjá héraðssaksóknara. Segir Innheimtustofnun undir stjórn Framsóknar Í yfirlýsingu sem Jón sendi frá sér í dag vegna málsins sagði hann meðal annars að ný stjórn, að undirlagi Sambands íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytisins, hafi lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur Innheimtustofnunar. Þá sé stofnunin undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks og fyrir hans tilstilli verið að flytja alla helstu starfsemi stofnunarinnar norður í land. Hann segir ekkert leyndarmál hvaða flokkur það er. „Það er Framsóknarflokkurinn. Þeir eru með tögl og haldir í þessu, vilja fá störfin út á land, sem er skiljanlegt. En framkoma og framganga þessara manna og innan ráðuneytis, bæði fyrrverandi og núverandi, er með eindæmum,“ segir Jón. „Fólk getur greint á um einhverja hluti en ef það greinir á þá talar það saman. Þetta fólk kann það ekki, veit ekki hvað það er. Ég hef ekki fengið ein einustu svör upp úr þessu fólki nema það hefur bent á einhvern lögmann og hann hefur ekki svarað mér heldur.“ Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Persónuvernd Tengdar fréttir „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. 10. apríl 2023 16:57 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Greint var frá því í gær að Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi verið dæmd af Héraðsdómi Reykjavíkur í lok marsmánaðar að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar nítján milljónir króna vegna fjörutíu mánaða kynbundins launamunar. Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar, sagði í samtali við fréttastofu að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. „Ég kom aldrei að kjarasamningum gagnvart þessu fólki, sem þetta snýr að. Þetta var ákvarðað af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kjarasviði sambandsins, og BHM. Þegar niðurstaða lá fyrir að tveir yngri lögfræðingar skyldu hækka í launum og tveir eldri skyldu lækka í launum þá beindum við því til sambandsins og BHM hvort ætti ekki að lækka laun þessara sem voru hærra launaðir. Við fengum einfalt svar, sem var skriflegt: Nei,“ segir Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, í samtali við fréttastofu en hann sendi yfirlýsingu frá sér í dag vegna málsins. „Ég veit ekki hvað skúffusamningur er“ Í dómi héraðsdóms er haft eftir lögfræðingnum að yfirmaður hennar hafi talað um að skúffusamningar hafi verið gerðir við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. „Ég veit ekki hvað skúffusamningur er. Þessu hefur verið einhliða borið á mig, að ég hafi notað þetta orðalag. Ég hef aldrei notað þetta orð, skúffusamning, og ég veit ekki hvað það á að vera einu sinni,“ segir hann. Jón stefndi Innheimtustofnun nýlega fyrir dóm vegna vangoldinna launa og jafnframt hefur hann kvartað til Persónuverndar vegna meintrar uppflettingar stofnunarinnar á honum hjá Skattinum, sem hann segist í yfirlýsingu hafa fengið staðfesta hjá Skattinum. Hann segir enga tilviljun að dómur héraðsdóms hafi verið birtur núna. Þá að dómurinn sé birtur til að grafa undan þessum kröfum þínum? „Að mínu mati já, meðal annars,“ segir Jón Ingvar. Þess ber að geta að það eru ekki óalgeng eða óeðlileg vinnubrögð hjá dómstólum að birta dóma opinberlega nokkru eftir að þeir hafa verið kveðnir upp. Dómur í þessu máli var kveðinn upp 29. mars en birtur nokkrum dögum síðar. RÚV fjallaði um dóminn á laugardag og Vísir greindi svo frá í gær að um Innheimtustofnun væri að ræða. Kostir og gallar að útvista verkefnum til fyrirtækja starfsmanna Í apríl í fyrra var Jóni og Braga Axel Rúnarssyni forstöðumanni hjá stofnuninni sagt upp störfum, meðal annars fyrir að hafa útvistað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. „Mér var vikið þarna í burtu bótalaust og með rökum sem fá engan vegin staðist. Það var ekki hlustað á neitt af mínum sjónarmiðum, ég fékk engin gögn í hendur. Það er liðið eitt og hálft ár og ég hef ekki einu sinni fengið tölvupóstinn minn. Þetta er allt á sömu bókina lagt: Engin svör, engin gögn. Ekkert.“ Málið er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og nokkrir með réttarstöðu sakbornings. Ert þú einn af þeim sem hefur réttarstöðu sakbornings? „Já, ég hef þann vafasama heiður. Eitt af þessum asnaspörkum þarna henda inn kæru gegn betri vitund að mínu mati. Þetta fólk vissi alveg hvað það var að gera, það er bara hvaða leið það var að fara. Þetta er alveg ómaklegt. Það er meira en ár síðan þessi kæra fór inn. Ég var handtekinn á heimili mínu og dreginn niður í yfirheyrslu og hef ekki heyrt hóst eða stunu frá þessu fólki síðan,“ segir Jón Ingvar. „Þessi útvistun verkefna, fólk getur greint á um það. En hver greiddi fyrir það? Það var ekki Innheimtustofnun, það voru þeir sem stóðu ekki skil á meðlögum. Það var enginn annar sem borgaði. Stofnunin borgaði aldrei eina einustu krónu, það er kjarni málsins. En innheimtan jókst ef ég man rétt um 73 milljónir á árinu 2020 og um 120 árið 2021 beinlínis út af þessum aðgerðum.“ Er ekki vafasamt að verkefni sem stofnunin átti að inna af hendi hafi verið útvistað til fyrirtækis í eigu starfsmanns? „Það hefur kosti og galla. Það er þekking, kunnátta. Fólk getur algerlega haft þá skoðun. En þetta fólk vann að þessu, það var stóraukin innheimta. Innheimtukrafturinn var aukinn verulega með þessum árangri. Þessi kæra er eitthvað sem mér finnst alveg út í hött,“ segir Jón Ingvar og bætir við að hann hafi engar upplýsingar fengið um stöðu málsins hjá héraðssaksóknara. Segir Innheimtustofnun undir stjórn Framsóknar Í yfirlýsingu sem Jón sendi frá sér í dag vegna málsins sagði hann meðal annars að ný stjórn, að undirlagi Sambands íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytisins, hafi lagt sig í líma við að koma höggi á fyrri stjórnendur Innheimtustofnunar. Þá sé stofnunin undir fullri stjórn og ákvörðunarvaldi ákveðins stjórnmálaflokks og fyrir hans tilstilli verið að flytja alla helstu starfsemi stofnunarinnar norður í land. Hann segir ekkert leyndarmál hvaða flokkur það er. „Það er Framsóknarflokkurinn. Þeir eru með tögl og haldir í þessu, vilja fá störfin út á land, sem er skiljanlegt. En framkoma og framganga þessara manna og innan ráðuneytis, bæði fyrrverandi og núverandi, er með eindæmum,“ segir Jón. „Fólk getur greint á um einhverja hluti en ef það greinir á þá talar það saman. Þetta fólk kann það ekki, veit ekki hvað það er. Ég hef ekki fengið ein einustu svör upp úr þessu fólki nema það hefur bent á einhvern lögmann og hann hefur ekki svarað mér heldur.“
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Persónuvernd Tengdar fréttir „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. 10. apríl 2023 16:57 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20
Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. 10. apríl 2023 16:57