Engir eftirbátar Norðmanna Sólveig Kr. Bergmann skrifar 12. apríl 2023 13:30 Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun