Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 19:31 Ísland er í vaxandi mæli orðið miðstöð siglinga farþegaskipa þvert yfir Atlantshafið sem þýðir mikla fjölgun skiptifarþega í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mun fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða enda ferð sína í Reykjavík en áður og skila því meiri tekjum til íslenskra þjónustufyrirtækja. Byggja á nýja fimm þúsund fermetra móttökumiðstöð í Sundahöfn á næstu tveimur árum. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir von er á miklum fjölda skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Þau verði stærri og með fleiri farþega en áður. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir farþegamiðstöðina á Skarfabakka komna með svipað hlutverk og Keflavíkurflugvöllur.Stöð 2/Egill „Þetta verða tæplega 270 skip í sumar og 280 þúsund farþegar í heildina.“ Er þetta miklu meira en í fyrra og kannski 2019? „Já þetta er heilmikil aukning frá í fyrra og þó nokkur aukning frá 2019 sem var metár,“ segir Sigurður Jökull. Klippa: Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Á árum áður var algengast að farþegar skemmtiferðaskipa hefðu skamma dvöl í Reykjavík og komu þau flest frá Evrópu. Farþegar stoppuðu kannski í einn dag áður en haldið var aftur til skips. Nú er hins vegar orðið algengt að farþegar hefji eða endi siglingu sína í Reykjavík og stoppi lengur. Reykjavíkurhöfn fer því að líkjast Keflavíkurflugvelli sem miðstöð fyrir farþega. „Og við erum að bregðast við því með farþegamiðstöð hér á Skarfabakkanum þar sem við stöndum. Til stendur að reisa varanlega farþegamiðstöð sem verður tilbúinn 2025. Aðstaðan til móttöku farþega skemmtiferðaskipa á Skarfabakka í Reykjavík er löngu sprunginn undan fjöldanum. Nú stendur til að byggja nýja 5.000 fermetra farþegamiðstöð sem verði tilbúin árið 2025.Vísir/Vilhelm Hvað verður hún stór? „Hún verður um fimm þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Með landamæraeftirlit, innritun og alla þá þjónustu sem maður þekkir í flugstöðvum,“ segir Sigurður Jökull. Farþegarnir fljúgi til dæmis til Íslands og sigli í kring um landið. Sigli svo áfram til Bandaríkjanna eða lengra til Evrópu, þaðan sem þeir fljúgi aftur heim til sín. Farþegar hefji líka siglinguna frá Bandaríkjunum til Íslands, sigli í kringum landið, haldi áfram til Evrópu eða fljúgi heim frá Íslandi. „Þannig að þeir eru að hefja eða enda ferðina hérna. Þetta þýðir að þeir eru að dvelja í landinu fyrir og eftir. Fara út að borða, gista og leigja bíl og svo framvegis. Þessir farþegar skilja miklu meira eftir sig í hagkerfinu,“ segir Sigurður Jökull. Hér er dæmi um farþega sem fljúga frá Íslandi að lokinni siglingu.Grafík/Hjalti Þetta hafi aðallega átt við um farþega smærri skemmtiferðaskipa áður en nú eigi þetta einnig við um vaxandi fjölda farþega frá Bandaríkjunum sem komi með mjög stórum skipum. Jafnvel um þrjú þúsund farþegar í hverri ferð sem fljúgi þá ýmist hingað eða héðan. Á komandi sumri verði skiptifarþegar á bilinu 90 til hundrað þúsund og muni þar mest um aukna umferð frá Bandaríkjunum. Asíumarkaður hafi verið meira og minna lokaður í þrjú ár vegna faraldursins og það auki einnig á vinsældir siglina um norðurhöf. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28. mars 2023 13:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir von er á miklum fjölda skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Þau verði stærri og með fleiri farþega en áður. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir farþegamiðstöðina á Skarfabakka komna með svipað hlutverk og Keflavíkurflugvöllur.Stöð 2/Egill „Þetta verða tæplega 270 skip í sumar og 280 þúsund farþegar í heildina.“ Er þetta miklu meira en í fyrra og kannski 2019? „Já þetta er heilmikil aukning frá í fyrra og þó nokkur aukning frá 2019 sem var metár,“ segir Sigurður Jökull. Klippa: Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Á árum áður var algengast að farþegar skemmtiferðaskipa hefðu skamma dvöl í Reykjavík og komu þau flest frá Evrópu. Farþegar stoppuðu kannski í einn dag áður en haldið var aftur til skips. Nú er hins vegar orðið algengt að farþegar hefji eða endi siglingu sína í Reykjavík og stoppi lengur. Reykjavíkurhöfn fer því að líkjast Keflavíkurflugvelli sem miðstöð fyrir farþega. „Og við erum að bregðast við því með farþegamiðstöð hér á Skarfabakkanum þar sem við stöndum. Til stendur að reisa varanlega farþegamiðstöð sem verður tilbúinn 2025. Aðstaðan til móttöku farþega skemmtiferðaskipa á Skarfabakka í Reykjavík er löngu sprunginn undan fjöldanum. Nú stendur til að byggja nýja 5.000 fermetra farþegamiðstöð sem verði tilbúin árið 2025.Vísir/Vilhelm Hvað verður hún stór? „Hún verður um fimm þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Með landamæraeftirlit, innritun og alla þá þjónustu sem maður þekkir í flugstöðvum,“ segir Sigurður Jökull. Farþegarnir fljúgi til dæmis til Íslands og sigli í kring um landið. Sigli svo áfram til Bandaríkjanna eða lengra til Evrópu, þaðan sem þeir fljúgi aftur heim til sín. Farþegar hefji líka siglinguna frá Bandaríkjunum til Íslands, sigli í kringum landið, haldi áfram til Evrópu eða fljúgi heim frá Íslandi. „Þannig að þeir eru að hefja eða enda ferðina hérna. Þetta þýðir að þeir eru að dvelja í landinu fyrir og eftir. Fara út að borða, gista og leigja bíl og svo framvegis. Þessir farþegar skilja miklu meira eftir sig í hagkerfinu,“ segir Sigurður Jökull. Hér er dæmi um farþega sem fljúga frá Íslandi að lokinni siglingu.Grafík/Hjalti Þetta hafi aðallega átt við um farþega smærri skemmtiferðaskipa áður en nú eigi þetta einnig við um vaxandi fjölda farþega frá Bandaríkjunum sem komi með mjög stórum skipum. Jafnvel um þrjú þúsund farþegar í hverri ferð sem fljúgi þá ýmist hingað eða héðan. Á komandi sumri verði skiptifarþegar á bilinu 90 til hundrað þúsund og muni þar mest um aukna umferð frá Bandaríkjunum. Asíumarkaður hafi verið meira og minna lokaður í þrjú ár vegna faraldursins og það auki einnig á vinsældir siglina um norðurhöf.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28. mars 2023 13:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30
Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28. mars 2023 13:31