„Þetta lá þungt á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 23:01 Gunnar Magnússon. Vísir/Sigurjón Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir að mál þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar hafi legið þungt á sér. Mikill léttir sé að lausn hafi fundist. Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira