Fundirnir sem felldu Arnar Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 09:48 Arnar Þór Viðarsson var rekinn í lok mars eftir að hafa tekið við landsliðinu í árslok 2020. Getty/Han Myung-Gu Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06