Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 15:04 Gylfi Þór var lykilmaður í liði Everton þegar skyndilegt hlé varð á ferli hans sem varði í tæplega tvö ár vegna ásakana um kynferðisbrot. Getty/John Super Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. Lögreglan í Manchester upplýsti í dag að 33 ára knattspyrnumaður sem hefði verið handtekinn sumarið 2021 yrði ekki ákærður. Gylfi Þór var lykilmaður íslenska landsliðsins og Everton þegar málið kom upp. Hann hefur aldrei tjáð sig um málið en lögregla sagði hann grunaðan um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Gylfi er í dag samningslaus en hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu hug á að halda áfram að spila fótbolta. Hann hefur haldið sér í góðu standi þrátt fyrir að hafa varla sést opinberlega allan þennan tíma. „Þetta á ekki að geta gerst,“ segir Sigmundur Davíð. „Maður var handtekinn og svo settur í farbann og lá undir grun í nærri tvö ár. Aldrei kom fram nákvæmlega um hvað hann væri grunaður en það þó sett í flokk með einhverju versta afbroti sem fólk getur hugsað sér.“ Vísar Sigmundur Davíð þar til þess að í fréttum kom fram að Gylfi Þór væri grunaður um brot gegn barni, þ.e. einstaklingi undir lögaldri. Börnin misstu sína helstu hetju Hann rifjar upp viðbrögðin við málinu þegar það kom upp. „Maðurinn missti vinnu sína og ástríðu, andlit og nafn mannsins voru útmáð og drifið í að fjarlægja allar vörur sem tengdust honum á einhvern hátt úr verslunum,“ segir þingmaðurinn. Íslendingar hafi orðið fyrir miklu áfalli. „Börn og unglingar landsins misstu eina helstu hetju sína. Landsliðið sem hafði unnið glæsta sigra, sem fylltu okkur stolti og gleði, lenti í uppnámi og náði ekki lengur þeim árangri sem vænst var. Mánuð eftir mánuð var ekkert að frétta af málinu, maðurinn, fjölskylda hans og vinir máttu þola stöðuga bið við hræðilegar aðstæður. Þær aðstæður vörðu í nærri tvö ár!“ Ekki bara raunin í Bretlandi Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að réttarkerfið taki ásakanir föstum tökum. „En það er ómannúðlegt, bæði gagnvart ákærendum og sakborningum, að mál fái að dragast von úr viti. Ekki hvað síst þegar hinir grunuðu þurfa að þola mikla refsingu á meðan.“ Því miður sé þetta ekki bara raunin í Bretlandi. „Á Íslandi hefur fólk mátt þola óforsvaranlega bið eftir niðurstöðu og oft verið álitið sekt í millitíðinni. Vesturlönd þurfa að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Bæði hvað varðar meðferð mála og regluna sem áður var algild: Fólk telst saklaust þar til sekt er sönnuð.“ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Lögreglan í Manchester upplýsti í dag að 33 ára knattspyrnumaður sem hefði verið handtekinn sumarið 2021 yrði ekki ákærður. Gylfi Þór var lykilmaður íslenska landsliðsins og Everton þegar málið kom upp. Hann hefur aldrei tjáð sig um málið en lögregla sagði hann grunaðan um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Gylfi er í dag samningslaus en hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu hug á að halda áfram að spila fótbolta. Hann hefur haldið sér í góðu standi þrátt fyrir að hafa varla sést opinberlega allan þennan tíma. „Þetta á ekki að geta gerst,“ segir Sigmundur Davíð. „Maður var handtekinn og svo settur í farbann og lá undir grun í nærri tvö ár. Aldrei kom fram nákvæmlega um hvað hann væri grunaður en það þó sett í flokk með einhverju versta afbroti sem fólk getur hugsað sér.“ Vísar Sigmundur Davíð þar til þess að í fréttum kom fram að Gylfi Þór væri grunaður um brot gegn barni, þ.e. einstaklingi undir lögaldri. Börnin misstu sína helstu hetju Hann rifjar upp viðbrögðin við málinu þegar það kom upp. „Maðurinn missti vinnu sína og ástríðu, andlit og nafn mannsins voru útmáð og drifið í að fjarlægja allar vörur sem tengdust honum á einhvern hátt úr verslunum,“ segir þingmaðurinn. Íslendingar hafi orðið fyrir miklu áfalli. „Börn og unglingar landsins misstu eina helstu hetju sína. Landsliðið sem hafði unnið glæsta sigra, sem fylltu okkur stolti og gleði, lenti í uppnámi og náði ekki lengur þeim árangri sem vænst var. Mánuð eftir mánuð var ekkert að frétta af málinu, maðurinn, fjölskylda hans og vinir máttu þola stöðuga bið við hræðilegar aðstæður. Þær aðstæður vörðu í nærri tvö ár!“ Ekki bara raunin í Bretlandi Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að réttarkerfið taki ásakanir föstum tökum. „En það er ómannúðlegt, bæði gagnvart ákærendum og sakborningum, að mál fái að dragast von úr viti. Ekki hvað síst þegar hinir grunuðu þurfa að þola mikla refsingu á meðan.“ Því miður sé þetta ekki bara raunin í Bretlandi. „Á Íslandi hefur fólk mátt þola óforsvaranlega bið eftir niðurstöðu og oft verið álitið sekt í millitíðinni. Vesturlönd þurfa að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Bæði hvað varðar meðferð mála og regluna sem áður var algild: Fólk telst saklaust þar til sekt er sönnuð.“
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45