Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 15:34 Nokkrar vikur eru síðan Guðlaugur skipaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, annan þingmann Sjálfstæðisflokksins, formann starfshóps varðandi orkuskipti. Guðlaugur treystir á þá Ásmund og Guðrúnu í orkumálum. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu
Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira