Hitti Hareide á heimavelli Jón Már Ferro skrifar 14. apríl 2023 16:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. vísir/Einar Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. „Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“ KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“
KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48
Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16