Innlent

Stefnir raf­í­þrótta­mið­stöð eftir upp­sögn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Arena rifti samningnum fyrir rúmu ári síðan.
Arena rifti samningnum fyrir rúmu ári síðan.

Sigurjón Steinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rafíþróttamiðstöðvarinnar Arena Gaming, hefur stefnt félaginu vegna vangoldinna launa. Samningi við hann var rift fyrir rúmu ári síðan.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt Birki Smára Guðmundssyni, lögmanni Sigurjóns, snúa málavextir að vangreiddum launum á uppsagnarfresti. Að öðru leyti hafi umbjóðandi hans ekki áhuga á að tjá sig um málavexti.

Arena Gaming mun heldur ekki tjá sig um málið en ráðningarsamningi við Sigurjón var rift af hálfu félagsins í marsmánuði árið 2022. Sigurjón starfaði áður sem framkvæmdastjóri Minigarðsins og Sjóbaðanna á Húsavík.

Nýr framkvæmdastjóri Arena Gaming, Daníel Kári Stefánsson, tók við rekstrinum þann 3. apríl árið 2022 og síðan Eva Margrét Guðnadóttir í nóvember sama ár. Arena Gaming er 1.100 fermetra afþreyingarmiðstöð með aðsetur í Turninum á Smáratorgi í Kópavogi. Félagið var stofnað árið 2021 og er með samning við Ungmennafélagið Breiðablik um aðstöðu fyrir rafíþróttir. Þar er einnig starfræktur veitingastaðurinn Bytes.


Tengdar fréttir

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika

Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×