Einn virtasti vísindamaður heims rekinn úr starfi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Háskólinn í Córdoba. Þar stunda rúmlega 20.000 nemendur nám og 1.200 kennarar starfa við skólann. Nú hefur einn allra virtasti prófessor skólans verið rekinn fyrir að leyfa öðrum háskólum að nota nafn sitt þegar hann skrifar ritrýndar vísindagreinar. Wikimedia Commons Háskólinn í Córdoba á Spáni hefur rekið einn sinn virtasta vísindamann úr starfi fyrir að leyfa háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi að tengja sig við nafn hans. Vísindamaðurinn gefur út fræðigreinar á tveggja daga fresti að meðaltali og viðurkennir að hann notist við gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi. Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi.
Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira