Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 15. apríl 2023 22:02 Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða. Vísir/Egill Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00