Ekki hlustað á starfsfólk sem vill halda sínu vinnurými Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 22:30 Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands, segir að taka þurfi mið að eðli starfs þeirra en það hafi ekki verið gert. Stöð 2/Steingrímur Dúi Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnuumhverfi að sögn prófessors við skólann. Rannsóknir sýni að afköst og starfsánægja minnki við breytingarnar. Leita þurfi annarra lausna og taka mið af eðli starfsins en ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið. Háskóli Íslands stendur fyrir framkvæmdum á Hótel Sögu um þessar mundir en þar eiga að rísa stúdentaíbúðir auk þess sem unnið er að flutningi á starfsemi menntavísindasviðs, sem áður var til húsa í Stakkahlíð meðal annars. Með flutningunum mun starfsfólk færast yfir í svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi, sem gengur einna út á það að fólk sé ekki með fasta vinnuaðstöðu heldur færi sig á milli staða eftir því hvað þau eru að gera að hverju sinni. Vanalegast er um mjög opin rými að ræða. „Ég heyri ekki annað en það sé bara mjög mikil óánægja, að það lítist eiginlega engum á þetta af akademíska starfsfólkinu alla vega. Það er svo mikilvægt að geta einbeitt sér og það er bara ekkert hægt að gera það í hvaða rými sem er,“ segir Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ, um málið. „Fólk sem vinnur við háskólann er yfirleitt með mikið af bókum og alls konar rannsóknargögnum í kringum sig innan seilingar og það er ekki hægt í svona rými. Það á að vera sem minnst af áþreifanlegum gögnum og gert ráð fyrir að það sé allt meira og minna á tölvutæku formi, sem er bara ekki raunin. Fólk heldur kannski að það sé allt komið á netið en það er bara ekki þannig,“ segir hún enn fremur. Ekki hlustað á gagnrýni starfsfólks Háskóli Íslands hefur ráðið hollenska ráðgjafafyrirtækið Veldhoen + Company, sem sérhæfir sig í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi, til að þróa hugmyndir um vinnurými starfsfólks á Hótel sögu. Í kynningu frá fyrirtækinu má finna nokkur dæmi lögð fram um uppsetningu rýmanna en í flestum tilvikum eru rýmin að mestu opin, með nokkrum afmörkuðum svæðum þar sem fólk getur fengið örlítið næði. Hér má sjá dæmi af rými sem ráðgjafafyrirtækið kynnti á dögunum. Veldhoen + Company Starfsfólk hafi reynt að koma athugasemdum og áhyggjum sínum á framfæri til fyrirtækisins, án árangurs. „Skilaboðin hafa verið á þann veg að ef starfsfólkið segir að því lítist ekki á þessar hugmyndir þá eru svörin að við kunnum ekki að skipuleggja okkur rétt og þurfum að læra að vinna öðruvísi,“ segir Eyja. Verkefnamiðuð vinnuumhverfi eru ekki ný af nálinni en þau hafa til að mynda verið rannsökuð erlendis. Með breytingunni muni þeir sem geta fara að vinna heima, sem hafi ekki góð áhrif á starfsandann eða möguleikann til samvinnu. „Rannsóknir hafa sýnt að afköst minnka, veikindi aukast og starfsánægja minnkar auk þess sem möguleikinn á að einbeita sér, það er mikið kvartað yfir því að hann sé ekki til staðar,“ segir Eyja. Markmið ríkisstjórnarinnar er að 65 prósent allra ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi árið 2028. Grafík/Sara Rut Fyrirhugaðar eru breytingar á rými starfsfólks annarra sviða með tímanum en markmið ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun til næstu fimm ára er að 25 prósent ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu umhverfi árið 2024 og 65 prósent árið 2028. Þó umhverfið henti eflaust sumum telja starfsmenn háskólans að taka þurfi tillit til þeirra eðli þeirra starfa, sem hafi ekki verið gert hingað til. „Auðvitað mætti skoða hvort það eru einhverjar aðrar leiðir en það þarf þá að vera í fullri samvinnu við starfsfólkið, hvað það telur sig geta og hvað það telur að sé mögulegt,“ segir Eyja. Háskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. 17. mars 2023 11:41 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Háskóli Íslands stendur fyrir framkvæmdum á Hótel Sögu um þessar mundir en þar eiga að rísa stúdentaíbúðir auk þess sem unnið er að flutningi á starfsemi menntavísindasviðs, sem áður var til húsa í Stakkahlíð meðal annars. Með flutningunum mun starfsfólk færast yfir í svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi, sem gengur einna út á það að fólk sé ekki með fasta vinnuaðstöðu heldur færi sig á milli staða eftir því hvað þau eru að gera að hverju sinni. Vanalegast er um mjög opin rými að ræða. „Ég heyri ekki annað en það sé bara mjög mikil óánægja, að það lítist eiginlega engum á þetta af akademíska starfsfólkinu alla vega. Það er svo mikilvægt að geta einbeitt sér og það er bara ekkert hægt að gera það í hvaða rými sem er,“ segir Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ, um málið. „Fólk sem vinnur við háskólann er yfirleitt með mikið af bókum og alls konar rannsóknargögnum í kringum sig innan seilingar og það er ekki hægt í svona rými. Það á að vera sem minnst af áþreifanlegum gögnum og gert ráð fyrir að það sé allt meira og minna á tölvutæku formi, sem er bara ekki raunin. Fólk heldur kannski að það sé allt komið á netið en það er bara ekki þannig,“ segir hún enn fremur. Ekki hlustað á gagnrýni starfsfólks Háskóli Íslands hefur ráðið hollenska ráðgjafafyrirtækið Veldhoen + Company, sem sérhæfir sig í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi, til að þróa hugmyndir um vinnurými starfsfólks á Hótel sögu. Í kynningu frá fyrirtækinu má finna nokkur dæmi lögð fram um uppsetningu rýmanna en í flestum tilvikum eru rýmin að mestu opin, með nokkrum afmörkuðum svæðum þar sem fólk getur fengið örlítið næði. Hér má sjá dæmi af rými sem ráðgjafafyrirtækið kynnti á dögunum. Veldhoen + Company Starfsfólk hafi reynt að koma athugasemdum og áhyggjum sínum á framfæri til fyrirtækisins, án árangurs. „Skilaboðin hafa verið á þann veg að ef starfsfólkið segir að því lítist ekki á þessar hugmyndir þá eru svörin að við kunnum ekki að skipuleggja okkur rétt og þurfum að læra að vinna öðruvísi,“ segir Eyja. Verkefnamiðuð vinnuumhverfi eru ekki ný af nálinni en þau hafa til að mynda verið rannsökuð erlendis. Með breytingunni muni þeir sem geta fara að vinna heima, sem hafi ekki góð áhrif á starfsandann eða möguleikann til samvinnu. „Rannsóknir hafa sýnt að afköst minnka, veikindi aukast og starfsánægja minnkar auk þess sem möguleikinn á að einbeita sér, það er mikið kvartað yfir því að hann sé ekki til staðar,“ segir Eyja. Markmið ríkisstjórnarinnar er að 65 prósent allra ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi árið 2028. Grafík/Sara Rut Fyrirhugaðar eru breytingar á rými starfsfólks annarra sviða með tímanum en markmið ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun til næstu fimm ára er að 25 prósent ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu umhverfi árið 2024 og 65 prósent árið 2028. Þó umhverfið henti eflaust sumum telja starfsmenn háskólans að taka þurfi tillit til þeirra eðli þeirra starfa, sem hafi ekki verið gert hingað til. „Auðvitað mætti skoða hvort það eru einhverjar aðrar leiðir en það þarf þá að vera í fullri samvinnu við starfsfólkið, hvað það telur sig geta og hvað það telur að sé mögulegt,“ segir Eyja.
Háskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. 17. mars 2023 11:41 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. 17. mars 2023 11:41