„Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 11:01 Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar. Vísir/HAG Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, var besti leikmaðurinn í Kórnum í gærkvöldi þegar Fram sótti HK heim í Bestu deildinni. Leikurinn endaði 1-1 en án Ólafs í markinu hefðu heimamenn skorað að minnsta kosti eitt mark í fyrri hálfleik. „Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
„Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira