Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 20:28 Einhvern veginn svona mun Ölfusárbrú líta út, allavega samkvæmt tölvuteikningu. Vegagerðin Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026. Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum.
Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48