Körfubolti

Stjörnukonur sigruðu 1. deildina með sigri í oddaleik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjörnukonur fagna titlinum.
Stjörnukonur fagna titlinum. Stjarnan

Stjörnukonur eru 1. deildarmeistarar í körfubolta eftir tíu stiga sigur gegn Þór Akureyri í oddaleik í kvöld, 67-57.

Vegna fjölgunnar liða í efstu deild á næsta tímabili höfðu bæði lið nú þegar tryggt sér sæti í Subway-deild kvenna fyrir einvígið, en það breytti því þó ekki að það var titill í boði. Stjörnukonur tryggðu sér deildarmeistaratitill á dögunum, en Þór hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Liðin höfðu bæði unnið tvo leiki í einvíginu fyrir kvöldið, en allir sigrarnir höfðu unnist á heimavelli. Stjörnukonur voru einmitt á heimavelli í kvöld og þær leiddu nánast allan leikinn.

Stjarnan hafði fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og forskotið var komið upp í ellefu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 36-25.

Stjörnukonur héldu gestunum svo í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði leiks og lönduðu að lokum tíu stiga sigri, 67-57.  Riley Popp­lewell var atkvæðamest í liði Stjörnunnar og skoraði 22 stig ástamt því að taka 13 frá­köst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×