Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Hjörvar Ólafsson skrifar 19. apríl 2023 21:05 Leikmenn Hauka fagna þessum frábæra sigri. Vísir/Pawel Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. Haukar mættu gríðarlega öflugir til leiks en heimamenn skoruðu sex fyrstu mörk leiksins. Sterk vörn Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson drógu tennurnar úr meiðslum hrjáðu Valsliðinu og það var til marks um það hversu illa uppstilltur sóknarleikur gestanna gekk að það var Björgvin Páll Gústavsson sem braut ísinn fyrir þá. Valur skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og ljóst hvoru megin sigurinn myndi lenda. Haukar gengu á lagið og héldu áfram að auka við forskot sitt í seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 19 mörkum á liðunum. Haukar eru þar af leiðandi fyrsta liðið í sögunni til þess að slá út ríkjandi deildarmeistara í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Haukar munu mæta Aftureldingu í undanúrslitum. Snorri Steinn Guðjónsson brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Snorri Steinn: Getum ekki skýlt okkur bakvið skakkaföllin „Mér líður að sjálfsögðu mjög illa á þessum tímapunkti. Við byrjum leikinn mjög illa og náum engu flæði í sóknarleikinn eða tökum á varnarleiknum. Við gröfum okkur strax stóra holu sem við komumst aldrei upp úr," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það er erfitt fyrir mig að greina það svona tveimur mínútum eftir að leiktíðinni lýkur á þennan svekkjandi hátt hvað við hefðum getað gert betur. Það er hins vegar að sjálfsögðu þannig að við lærum eitthvað af þessu afar kaflaskipta tímabili þar sem við verðum fyrir miklum skakkaföllum þegar líða tekur á veturinn," sagði hann enn fremur. „Þau skakkaföll sem við höfum orðið fyrir geta aftur á móti ekki útskýrt þessa frammistöðu sem við sýndum í þessum leik í kvöld. Þessi spilamennska var okkur til skammar. Þetta tímabil endar mjög illa og við erum sárir og svekktir þessa stundina. Það mun taka tíma að ýta þessu tapi til hliðar," sagði Snorri Steinn. Aron Rafn: Erum á góðum stað eftir skrýtið tímabil „Ég bjóst alls ekki við því að þessi leikur myndi þróast svona. Mér fannst vera ákveðin værukærð í okkur fyrir leikinn og ég var smeykur um að við mynda ekki mæta nógu vel stemmdir inn í leikinn. Þetta small þegar inn í leikinn var komið og við spiluðum frábærlega," sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem varði 17 skot þar af tvö víti. „Vörnin fyrir framan mig var afar sterk og mér leið vel í markinu strax frá fyrstu mínútu. Skotin sem ég fékk á mig voru þægileg þar sem vörnin þvingaði þá trekk í trekk í erfið skot. Við slepptum aldrei klónni og innbyrtum sannfærandi sigur," sagði Aron Rafn um liðsfélaga sína. „Þetta er búið að vera skrýtið tímabil. Við vorum lengi af stað og erum kannski að toppa á réttum tíma. Við erum komnir í undanúrslit og það er góður andi í liðinu eins og sakir standa. Við getum byggt á þesssari frammistöðu í komandi einvígi í undanúrslitunum," sagði markvörðurinn um framhaldið. Aron Rafn Eðvarðsson skellti í lás í marki Hauka. Vísir/Pawel Af hverju unnu Haukar? Haukar herjuðu á laskað lið Vals og börðu úr þeim allt sjálfstraust strax á upphafsmínútum leiksins. Leikmenn Vals voru bitlausir í sóknaraðgerðum sínum og Haukar hömruðu járnið á meðan það var heitt. Á meðan Valsarar eru andlega og líkamlega uppgefnir er Haukaliðið á uppleið eftir að hafa erfitt uppdráttar framan af vetri. Hverjir sköruðu fram úr? Aron Rafn varði mjög vel og Guðmundur Bragi Ástþórsson var fremstur í flokki í annars jöfnu og góðu Haukaliði þar sem margir leikmenn lögðu í púkkinn. Þá var Þráinn Orri Jónsson eins og klettur í miðri vörn heimamanna. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Vals var máttlaus og leikmenn gestanna voru gjörsamlega rúnir sjálfstrausti. Tvö mörk í uppstilltum sóknarleik í fyrri hálfleik segir allt sem segja þarf. Þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti voru sterkir leikmenn inni á vellinum sem náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé. Haukar etja svo kappi við Aftureldingu í undanúrslitum en liðin hefja rimmu sína annað hvort fimmtudaginn 4. maí eða föstudaginn 5. maí. Vörn Hauka var firnasterk í þessari viðureign. Vísir/Pawel Handbolti Olís-deild karla Haukar Valur
Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. Haukar mættu gríðarlega öflugir til leiks en heimamenn skoruðu sex fyrstu mörk leiksins. Sterk vörn Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson drógu tennurnar úr meiðslum hrjáðu Valsliðinu og það var til marks um það hversu illa uppstilltur sóknarleikur gestanna gekk að það var Björgvin Páll Gústavsson sem braut ísinn fyrir þá. Valur skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og ljóst hvoru megin sigurinn myndi lenda. Haukar gengu á lagið og héldu áfram að auka við forskot sitt í seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 19 mörkum á liðunum. Haukar eru þar af leiðandi fyrsta liðið í sögunni til þess að slá út ríkjandi deildarmeistara í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Haukar munu mæta Aftureldingu í undanúrslitum. Snorri Steinn Guðjónsson brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Snorri Steinn: Getum ekki skýlt okkur bakvið skakkaföllin „Mér líður að sjálfsögðu mjög illa á þessum tímapunkti. Við byrjum leikinn mjög illa og náum engu flæði í sóknarleikinn eða tökum á varnarleiknum. Við gröfum okkur strax stóra holu sem við komumst aldrei upp úr," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það er erfitt fyrir mig að greina það svona tveimur mínútum eftir að leiktíðinni lýkur á þennan svekkjandi hátt hvað við hefðum getað gert betur. Það er hins vegar að sjálfsögðu þannig að við lærum eitthvað af þessu afar kaflaskipta tímabili þar sem við verðum fyrir miklum skakkaföllum þegar líða tekur á veturinn," sagði hann enn fremur. „Þau skakkaföll sem við höfum orðið fyrir geta aftur á móti ekki útskýrt þessa frammistöðu sem við sýndum í þessum leik í kvöld. Þessi spilamennska var okkur til skammar. Þetta tímabil endar mjög illa og við erum sárir og svekktir þessa stundina. Það mun taka tíma að ýta þessu tapi til hliðar," sagði Snorri Steinn. Aron Rafn: Erum á góðum stað eftir skrýtið tímabil „Ég bjóst alls ekki við því að þessi leikur myndi þróast svona. Mér fannst vera ákveðin værukærð í okkur fyrir leikinn og ég var smeykur um að við mynda ekki mæta nógu vel stemmdir inn í leikinn. Þetta small þegar inn í leikinn var komið og við spiluðum frábærlega," sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem varði 17 skot þar af tvö víti. „Vörnin fyrir framan mig var afar sterk og mér leið vel í markinu strax frá fyrstu mínútu. Skotin sem ég fékk á mig voru þægileg þar sem vörnin þvingaði þá trekk í trekk í erfið skot. Við slepptum aldrei klónni og innbyrtum sannfærandi sigur," sagði Aron Rafn um liðsfélaga sína. „Þetta er búið að vera skrýtið tímabil. Við vorum lengi af stað og erum kannski að toppa á réttum tíma. Við erum komnir í undanúrslit og það er góður andi í liðinu eins og sakir standa. Við getum byggt á þesssari frammistöðu í komandi einvígi í undanúrslitunum," sagði markvörðurinn um framhaldið. Aron Rafn Eðvarðsson skellti í lás í marki Hauka. Vísir/Pawel Af hverju unnu Haukar? Haukar herjuðu á laskað lið Vals og börðu úr þeim allt sjálfstraust strax á upphafsmínútum leiksins. Leikmenn Vals voru bitlausir í sóknaraðgerðum sínum og Haukar hömruðu járnið á meðan það var heitt. Á meðan Valsarar eru andlega og líkamlega uppgefnir er Haukaliðið á uppleið eftir að hafa erfitt uppdráttar framan af vetri. Hverjir sköruðu fram úr? Aron Rafn varði mjög vel og Guðmundur Bragi Ástþórsson var fremstur í flokki í annars jöfnu og góðu Haukaliði þar sem margir leikmenn lögðu í púkkinn. Þá var Þráinn Orri Jónsson eins og klettur í miðri vörn heimamanna. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Vals var máttlaus og leikmenn gestanna voru gjörsamlega rúnir sjálfstrausti. Tvö mörk í uppstilltum sóknarleik í fyrri hálfleik segir allt sem segja þarf. Þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti voru sterkir leikmenn inni á vellinum sem náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé. Haukar etja svo kappi við Aftureldingu í undanúrslitum en liðin hefja rimmu sína annað hvort fimmtudaginn 4. maí eða föstudaginn 5. maí. Vörn Hauka var firnasterk í þessari viðureign. Vísir/Pawel
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti