Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 22:01 Björgvin Páll í viðtali eftir leik. Stöð 2 Sport „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. Valsmenn mættu með laskað lið til leiks og vissu að þeir yrðu að vinna til að halda í vonina um að verja Íslandsmeistaratitilinn en Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrsta leik liðanna að Hlíðarenda. Það kom snemma í ljós að Valsmenn væru ekki að fara vinna leik kvöldsins en liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. „Við erum búnir að standa í ströngu, vinna titil og spila í Evrópukeppni. Vildum ekki enda þetta svona, er ömurlegur endir á tímabilinu. Það er kannski fegurðin við sportið, þetta getur alltaf farið svona líka.“ „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig. Maður á ekkert á ekkert endalausa orku og það má vel vera að við séum bara bensínlausir. Ég held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað. Ef sérð inn í klefa til okkar núna sérðu mikil vonbrigði, aðallega sárt fyrir gaura sem eru að fara,“ sagði klökkur Björgvin Páll aðspurður hvort þeir hefðu verið andlega og líkamlega þreyttir fyrir viðureignina. „Svo er ég settur í viðtal og ræð ekki einu sinni við það,“ bætti Björgvin við eftir að hafa tekið sér góða sekúndu til að þerra vot augun. Klippa: Tárvotur Björgvin Páll: Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað „Það eru leikmenn inn í klefa, þeir vilja ekki enda svona. Eru að fara frá félaginu, að hætta. Þetta er ömurlegt.“ „Svo er líka bara að þakka fólkinu sem mætti í dag og kláraði leikinn, þetta er fólkið okkar. Við sem erum eftir í liðinu mætum í undirbúningstímabilið á morgun og erum klárir í næstu verkefni. Þetta er bara félaginu til skammar í dag en heilt yfir tímabilið og árið æðislegt.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:05 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Valsmenn mættu með laskað lið til leiks og vissu að þeir yrðu að vinna til að halda í vonina um að verja Íslandsmeistaratitilinn en Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrsta leik liðanna að Hlíðarenda. Það kom snemma í ljós að Valsmenn væru ekki að fara vinna leik kvöldsins en liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. „Við erum búnir að standa í ströngu, vinna titil og spila í Evrópukeppni. Vildum ekki enda þetta svona, er ömurlegur endir á tímabilinu. Það er kannski fegurðin við sportið, þetta getur alltaf farið svona líka.“ „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig. Maður á ekkert á ekkert endalausa orku og það má vel vera að við séum bara bensínlausir. Ég held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað. Ef sérð inn í klefa til okkar núna sérðu mikil vonbrigði, aðallega sárt fyrir gaura sem eru að fara,“ sagði klökkur Björgvin Páll aðspurður hvort þeir hefðu verið andlega og líkamlega þreyttir fyrir viðureignina. „Svo er ég settur í viðtal og ræð ekki einu sinni við það,“ bætti Björgvin við eftir að hafa tekið sér góða sekúndu til að þerra vot augun. Klippa: Tárvotur Björgvin Páll: Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað „Það eru leikmenn inn í klefa, þeir vilja ekki enda svona. Eru að fara frá félaginu, að hætta. Þetta er ömurlegt.“ „Svo er líka bara að þakka fólkinu sem mætti í dag og kláraði leikinn, þetta er fólkið okkar. Við sem erum eftir í liðinu mætum í undirbúningstímabilið á morgun og erum klárir í næstu verkefni. Þetta er bara félaginu til skammar í dag en heilt yfir tímabilið og árið æðislegt.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:05 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:05