Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 00:08 Jón Gunnarsson hefur lagt fram frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. vísir/vilhelm Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni. Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni.
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira