Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 00:08 Jón Gunnarsson hefur lagt fram frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. vísir/vilhelm Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni. Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni.
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira