Léttir að þessum kafla sé lokið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:16 Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitastjóri segir að leggja þurfi aukinn þunga í verndandi argerð. Aðsend Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25