Umfjöllun: Tindastóll 97-86 Njarðvík | Tindastóll 2-0 yfir í einvíginu Andri Már Eggertsson skrifar 23. apríl 2023 18:30 Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍ Í kvöld áttust við Tindastóll og Njarðvík í öðrum leik liðanna í undan úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki. Þar sem Tindastóll leiddi 1-0 eftir öruggan sigur í Njarðvík á fimmtudaginn. Njarðvíkingarnir byrjuðu miklu betur í þessum leik en þeir gerðu í þeim seinasta, og komust í 4-0, En Tindastóll svöruðu og tóku frumkvæðið og voru komnir yfir um miðjan fjórðunginn, Njarðvík átti auðveldara með að setja boltann ofan í körfuna og fundu lausnir á vörn Tindastóls, Tindastóll skoruðu samt sem áður að vild, Dómararnir leyfðu mikið og var gaman að sjá menn takast á. Tindastóll voru skrefi á undan í fjórðungnum og komu muninum upp í 25-18 og Basile setti þrist þegar bjallan glumdi þannig Tindastóll leiddi með 4 stigum þegar fjórðungurinn var úti, Drungilas leiddi sóknarleik Tindastóls hann skoraði 10 stig í leikhlutanum. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti, liðin skiptust á körfum en Tindastóll, Leiddir áfram af Arnari, Geks og Keyshawn og munurinn jókst og Tindastóll komu muninum upp í 10 stig, 39-29 og Benni tekur leikhlé, Það kom svar og enn var Basile að draga vagninn en Mario hjálpaði honum í stigaskorinu í fyrri hálfleik og þeir komu þessu niður í 5 stig. Tindastóll endar leikhlutann betur og leiða í hálfleik 45-36. Strákarnir frá Njarðvík fóru inn í klefa með bakið upp við vegg og mikil vinna fram undan í seinni háflleik, strákarnir hans Pavel hinsvegar voru í gúr og allir glaðir, stuðningurinn var frábær frá báðum hópum í kvöld og þeim ber að hrósa. Eitthvað hefur Benni sagt í hálfleik, og Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn á 7-0 spretti og það var líflína hjá þeim, þeir voru á undan í allt, Tindastóll brutu og þetta var ekki lengur bara dans á rósum og voru þeir aðeins vankaðir eftir þessa byrjun hjá Njarðvík, Keyshawn Woods með körfu og svo kom Troðsla frá Taiwo Badmus og Tindastóll fór aftur á sprett og þeir komu þessu upp í 10 stig aftur, Rasio mætti það með óvænt 5 stig í röð og munurinn aftur 5 stig, en þá kom sprettur frá Tindastóll og þeir komu muninum upp í 12 stig, það voru ekki þessir helstu skorar hjá Tindastól, því það voru Ragnar og Geks sem voru að setja boltann ofan í körfuna og stólarnir leiddur fyrir seinasta fjórðung 69-57. Tindastóll byrjaði seinasta fjórðunginn betur og komu þessu upp í 14 stiga mun. Haukur Helgi meiðist á þessum tímapunkti og við sendum honum skjótan bata. Fjórðungurinn einkenndist af því að Njarðvík voru að reyna að koma til baka en Tindastóll voru með svör við öllu, Geks og Ragnar voru að spila mikið á kostnað Arnar og Taiwo. Mario sat nánst allan seinni hálfleikinn eftir að hafa fengið 3 villur á skömmum tíma í 3 leikhluta, með Hauk og Mario úti, kveiknaði aðeins á Oddi Kristjánsson og hann setti 3 þrista í leikhlutanum og Basile var frábær og eini leikmaður Njarðvíkur sem spilaði sinn leik annan leikinn í röð. Leikurinn endaði 97-86, Tindastóll setti vítin ofaní og Njarðvík náði ekki að koma til baka. Stiga skor Tindastóls; Keyshawn 18 Stig, Geks 17 Stig, Arnar 16 stig, Drungilas 13stig bætti við 10 fráköstum, Taiwo 11 stig og Ragnar 10 stig aðrir minna Stiga skor Njarðvíkur: Basile 23 stig, Rasio 16 stig, Richotti 14 stig, Mario 11 stig aðrir minna. Af hverju vann Tindastóll? Liðsigur, allir að leggja í púkinn, 6 leikmenn sem skora yfir 10 stig, Vörnin frábær, framlag frá öllum sem spila, SiggiÞ, Axel, Geks og Ragnar, Bekkurinn skilaði þessum sigri yfir línu. Hverjir stóðu upp úr? Keyshawn var að skila flottu framlagi varnar og sóknarlega, en alltaf þegar Tindastóll þurfti körfu þá birtist Geks, oft í stórum leikjum verður óvænt stjarna til Davis Geks var góður í dag. Annars heilt yfir Tindastóll betri. Basile mjög góður hjá Njarðvík, hann er eini sem spilaði á pari allan leikinn Hvað gekk illa? Njarvík eru búnir að vera slakir og þetta hefði ekki verið leikur í dag ef Basile hefði ekki dregið vagning, vantar framlag frá Hauk og svo þurfa aukaleikarar að skila meiru. Logi, Maciej, Oddur og Martin. Hvað gerist næst? 3 leikurinn er á miðvikudaginn, Ef Njarðvík tapar fara þeir í sumarfrí þannig þeir eru með bakið upp við vegg og þeir þurfa frammistöðu. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Í kvöld áttust við Tindastóll og Njarðvík í öðrum leik liðanna í undan úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki. Þar sem Tindastóll leiddi 1-0 eftir öruggan sigur í Njarðvík á fimmtudaginn. Njarðvíkingarnir byrjuðu miklu betur í þessum leik en þeir gerðu í þeim seinasta, og komust í 4-0, En Tindastóll svöruðu og tóku frumkvæðið og voru komnir yfir um miðjan fjórðunginn, Njarðvík átti auðveldara með að setja boltann ofan í körfuna og fundu lausnir á vörn Tindastóls, Tindastóll skoruðu samt sem áður að vild, Dómararnir leyfðu mikið og var gaman að sjá menn takast á. Tindastóll voru skrefi á undan í fjórðungnum og komu muninum upp í 25-18 og Basile setti þrist þegar bjallan glumdi þannig Tindastóll leiddi með 4 stigum þegar fjórðungurinn var úti, Drungilas leiddi sóknarleik Tindastóls hann skoraði 10 stig í leikhlutanum. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti, liðin skiptust á körfum en Tindastóll, Leiddir áfram af Arnari, Geks og Keyshawn og munurinn jókst og Tindastóll komu muninum upp í 10 stig, 39-29 og Benni tekur leikhlé, Það kom svar og enn var Basile að draga vagninn en Mario hjálpaði honum í stigaskorinu í fyrri hálfleik og þeir komu þessu niður í 5 stig. Tindastóll endar leikhlutann betur og leiða í hálfleik 45-36. Strákarnir frá Njarðvík fóru inn í klefa með bakið upp við vegg og mikil vinna fram undan í seinni háflleik, strákarnir hans Pavel hinsvegar voru í gúr og allir glaðir, stuðningurinn var frábær frá báðum hópum í kvöld og þeim ber að hrósa. Eitthvað hefur Benni sagt í hálfleik, og Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn á 7-0 spretti og það var líflína hjá þeim, þeir voru á undan í allt, Tindastóll brutu og þetta var ekki lengur bara dans á rósum og voru þeir aðeins vankaðir eftir þessa byrjun hjá Njarðvík, Keyshawn Woods með körfu og svo kom Troðsla frá Taiwo Badmus og Tindastóll fór aftur á sprett og þeir komu þessu upp í 10 stig aftur, Rasio mætti það með óvænt 5 stig í röð og munurinn aftur 5 stig, en þá kom sprettur frá Tindastóll og þeir komu muninum upp í 12 stig, það voru ekki þessir helstu skorar hjá Tindastól, því það voru Ragnar og Geks sem voru að setja boltann ofan í körfuna og stólarnir leiddur fyrir seinasta fjórðung 69-57. Tindastóll byrjaði seinasta fjórðunginn betur og komu þessu upp í 14 stiga mun. Haukur Helgi meiðist á þessum tímapunkti og við sendum honum skjótan bata. Fjórðungurinn einkenndist af því að Njarðvík voru að reyna að koma til baka en Tindastóll voru með svör við öllu, Geks og Ragnar voru að spila mikið á kostnað Arnar og Taiwo. Mario sat nánst allan seinni hálfleikinn eftir að hafa fengið 3 villur á skömmum tíma í 3 leikhluta, með Hauk og Mario úti, kveiknaði aðeins á Oddi Kristjánsson og hann setti 3 þrista í leikhlutanum og Basile var frábær og eini leikmaður Njarðvíkur sem spilaði sinn leik annan leikinn í röð. Leikurinn endaði 97-86, Tindastóll setti vítin ofaní og Njarðvík náði ekki að koma til baka. Stiga skor Tindastóls; Keyshawn 18 Stig, Geks 17 Stig, Arnar 16 stig, Drungilas 13stig bætti við 10 fráköstum, Taiwo 11 stig og Ragnar 10 stig aðrir minna Stiga skor Njarðvíkur: Basile 23 stig, Rasio 16 stig, Richotti 14 stig, Mario 11 stig aðrir minna. Af hverju vann Tindastóll? Liðsigur, allir að leggja í púkinn, 6 leikmenn sem skora yfir 10 stig, Vörnin frábær, framlag frá öllum sem spila, SiggiÞ, Axel, Geks og Ragnar, Bekkurinn skilaði þessum sigri yfir línu. Hverjir stóðu upp úr? Keyshawn var að skila flottu framlagi varnar og sóknarlega, en alltaf þegar Tindastóll þurfti körfu þá birtist Geks, oft í stórum leikjum verður óvænt stjarna til Davis Geks var góður í dag. Annars heilt yfir Tindastóll betri. Basile mjög góður hjá Njarðvík, hann er eini sem spilaði á pari allan leikinn Hvað gekk illa? Njarvík eru búnir að vera slakir og þetta hefði ekki verið leikur í dag ef Basile hefði ekki dregið vagning, vantar framlag frá Hauk og svo þurfa aukaleikarar að skila meiru. Logi, Maciej, Oddur og Martin. Hvað gerist næst? 3 leikurinn er á miðvikudaginn, Ef Njarðvík tapar fara þeir í sumarfrí þannig þeir eru með bakið upp við vegg og þeir þurfa frammistöðu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti