„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 17:46 Móðir mannsins segir sorgina óbærilega. Mesta sjokkið eigi þó líklega eftir að koma. Vísir/SteingrímurDúi Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46