Snjókoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 22:45 Veðurfræðingurinn telur að úrkoman verði ekki mikil, en einhver þó. Vísir/Vilhelm Sumarið er ekki komið enn og gert er ráð fyrir einhverri snjókomu víða um land í vikunni. Kalt verður í veðri en veðurfræðingur telur að úrkoman muni ekki valda vandræðum. Á fimmtudag má gera ráð fyrir lítils háttar snjókomu í höfuðborginni og á norðan- og austanverðu landinu. Hiti verður líklega á og yfir frostmarki víðast hvar. Svona lítur spáin út fyrir fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15:00.Veðurstofan Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé einfaldlega staðan. „Það er nefnilega alveg séns á því. Næstu vika, tíu daga, verður svalara veður en oft á þessum árstíma. Það eru þessar norðan- og norðaustanáttir. En það er oft merkilegt að síðustu vikuna í apríl og fyrstu tvær í maí þá er stundum eins og það komi – eins og einn veðurfræðingur segir – fimmta árstíðin. Þá leggst oft í norðaustanáttir og er frekar kalt en þá yfirleitt bjart hérna suðvestanlands.“ Í þetta skipti virðast þó líkur vera á úrkomu, snjókomu, í höfuðborginni og víðar. „Ég á ekki von á því að þetta verði mikið eða að þetta muni valda einhverjum vandræðum. Það fer kólnandi hjá okkur þegar það kemur inn í vikuna. Og það er alveg útlit fyrir að það verði um frostmark einhverjar nætur í vikunni.“ Ef litið er á sjálfvirka spá Veðurstofunnar virðist ætla að snjóa hressilega á Vestfjörðum næstu helgi. Lægð gæti valdið töluverðri úrkomu á vestanverðu landinu.Veðurstofan Birta Líf segir að útlit sé fyrir að lægð Norður úr hafi muni valda hvassviðri og úrkomu á Vestfjörðum. Spáin geti þó hæglega breyst í vikunni. „Heilt yfir, þá er útlit fyrir kalda viku og möguleiki á að einhver úrkoma falli sem snjókoma,“ segir Birta Líf að lokum. Veður Tengdar fréttir Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Á fimmtudag má gera ráð fyrir lítils háttar snjókomu í höfuðborginni og á norðan- og austanverðu landinu. Hiti verður líklega á og yfir frostmarki víðast hvar. Svona lítur spáin út fyrir fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15:00.Veðurstofan Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé einfaldlega staðan. „Það er nefnilega alveg séns á því. Næstu vika, tíu daga, verður svalara veður en oft á þessum árstíma. Það eru þessar norðan- og norðaustanáttir. En það er oft merkilegt að síðustu vikuna í apríl og fyrstu tvær í maí þá er stundum eins og það komi – eins og einn veðurfræðingur segir – fimmta árstíðin. Þá leggst oft í norðaustanáttir og er frekar kalt en þá yfirleitt bjart hérna suðvestanlands.“ Í þetta skipti virðast þó líkur vera á úrkomu, snjókomu, í höfuðborginni og víðar. „Ég á ekki von á því að þetta verði mikið eða að þetta muni valda einhverjum vandræðum. Það fer kólnandi hjá okkur þegar það kemur inn í vikuna. Og það er alveg útlit fyrir að það verði um frostmark einhverjar nætur í vikunni.“ Ef litið er á sjálfvirka spá Veðurstofunnar virðist ætla að snjóa hressilega á Vestfjörðum næstu helgi. Lægð gæti valdið töluverðri úrkomu á vestanverðu landinu.Veðurstofan Birta Líf segir að útlit sé fyrir að lægð Norður úr hafi muni valda hvassviðri og úrkomu á Vestfjörðum. Spáin geti þó hæglega breyst í vikunni. „Heilt yfir, þá er útlit fyrir kalda viku og möguleiki á að einhver úrkoma falli sem snjókoma,“ segir Birta Líf að lokum.
Veður Tengdar fréttir Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16
Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03