„Nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2023 12:31 Arnar býst við hörkuleik í Víkinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill halda góðu gengi sinna manna gangandi er liðið fær KR í heimsókn í Bestu deild karla í kvöld í því sem hann kallar fyrsta stórleik tímabilsins. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina vel. Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn