„Nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2023 12:31 Arnar býst við hörkuleik í Víkinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill halda góðu gengi sinna manna gangandi er liðið fær KR í heimsókn í Bestu deild karla í kvöld í því sem hann kallar fyrsta stórleik tímabilsins. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina vel. Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira