Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 10:42 Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins segir spuringuna um ábyrgð barsins vera lögfræðilegs eðlis. Vilhelm Gunnarsson Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. „Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð. Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð.
Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15