Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 10:07 Einn lést í brunanum í nótt. Báturinn, Grímsnes GK-555, liggur nú við bryggju. Vísir/Egill Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund. Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund.
Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45