Vill 700 þúsund króna sekt við hnífaburði á kvöldin Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 23:41 Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur, vill að settar verði mörghundruð þúsund króna sektir við hnífaburði á kvöldin og leggur til að öll sala á hnífum, fyrir utan eldhúsáhöld og verkfæri, verði bönnuð. Vísir/Ívar Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra. Þetta kemur fram í skoðanapistli sem Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur, birti á Vísi á mánudag. Þar segir hann að hnífaburður sé orðinn vandamál hér á landi og hann ógni öryggi „barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings.“ Hann segir að heildarlausn við vandanum sé fjölþætt, flókin og taki langan tíma. Innan slíkrar lausnar felist „áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagsleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira.“ Hins vegar þurfi fyrst að bregðast við með skyndilausnum sem taki hnífa af götunum. Taka þurfi hnífa af götunum Hann telur síðan upp þau atriði sem hann telur nauðsynleg sem hluta af slíkri skyndilausn. Í fyrsta lagi þurfi að gera samfélagssáttmála um „að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur“. Þar þurfi ríkisstjórnin, samband sveitarfélaga, skólar og samtök af öllu tagi að taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga sé nauðsynleg og að alvarleiki hnífaburðar verði gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki á vegum Landlæknis enda sé um lýðheilsumál að ræða. Eyþór ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þá verði alltaf að kalla til bæði lögreglu og Barnavernd þegar „barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð“. Ekki megi gera undantekningar á því. Herða þurfi vopnalög þegar kemur að hnífum Hann nefnir að í yfirstandandi endurskoðun Vopnalaga verði fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn. Þar á meðal verði „netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmis konar og eggáhöld“ sett undir Vopnalög. Einnig vill hann að ákvæði í Vopnalögum sem kveður á um að bannað sé að hafa í vörslu sinni bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sentímetrar verði tekið út úr lögunum. Í staðinn verði allur burður hnífa utan vinnu „stranglega bannaður“. Eyþór vill að lagt verði bann við sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.Getty Eyþór tekur fram að hægt sé skaða fólk með nánast hverju sem er, „skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn.“ Hins vegar sé hann ekki að tala um hluti sem geti orðið möguleg vopn heldur einungis þau vopn sem eru „hönnuð til þess eins að skaða aðra“. Því sé gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélaginu. Þá vill Eyþór að við sömu endurskoðun Vopnalaga verði „stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu“ og að undanþágur frá slíku eigi aðeins að byggja á sýnilegri þörf, þegar iðnaðarmenn, netagerðarmenn eða aðrir þurfi þau til vinnu. Þeir sem verði uppvísir að hnífaburði þurfi að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falli til dæmis þar undir flokkinn „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Bann á sölu hnífa og strangar sektir við hnífaburði í „margmenni“ Jafnframt leggur Eyþór til að öll sala hnífa „annarra en verkfæra og eldhúsáhalda“ verði bönnuð. Hann nefnir sem dæmi að finna megi „sérhannaða hnífa til manndrápa“ á stöðum á borð við Kolaportið og víðar. Loks leggur Eyþór til að allur hnífaburður „í margmenni“ frá klukkan sex á kvöldin til sjö á morgnana verði bannaður með öllu og viðurlög verði gerð „gríðarlega ströng“. Því leggur hann til að við fyrsta brot verði lögð 700 þúsund króna sekt og fyrir annað brot verði viðkomandi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Þar verði nóg að viðkomandi hafi verið með „eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því“. Ef einhver beiti slíku vopni til að ógna öðrum skuli sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og hann þurfi að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Einnig leggur hann til að það að bera eggvopn þegar annað brot er framið þyngi dóminn sjálfkrafa. Í lok pistilsins segir Eyþór að þessar tillögur sínar leysi ekki önnur samfélagsleg vandamál og að hnífaburði verði „tæplegast eytt með öllu“ en þetta sé „skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma“. Staðreyndin sé að það þurfi að bregðast við skjótt og samfélagið þurfi að gera það sem ein heild. Börn og uppeldi Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. 23. apríl 2023 08:08 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanapistli sem Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur, birti á Vísi á mánudag. Þar segir hann að hnífaburður sé orðinn vandamál hér á landi og hann ógni öryggi „barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings.“ Hann segir að heildarlausn við vandanum sé fjölþætt, flókin og taki langan tíma. Innan slíkrar lausnar felist „áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagsleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira.“ Hins vegar þurfi fyrst að bregðast við með skyndilausnum sem taki hnífa af götunum. Taka þurfi hnífa af götunum Hann telur síðan upp þau atriði sem hann telur nauðsynleg sem hluta af slíkri skyndilausn. Í fyrsta lagi þurfi að gera samfélagssáttmála um „að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur“. Þar þurfi ríkisstjórnin, samband sveitarfélaga, skólar og samtök af öllu tagi að taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga sé nauðsynleg og að alvarleiki hnífaburðar verði gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki á vegum Landlæknis enda sé um lýðheilsumál að ræða. Eyþór ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þá verði alltaf að kalla til bæði lögreglu og Barnavernd þegar „barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð“. Ekki megi gera undantekningar á því. Herða þurfi vopnalög þegar kemur að hnífum Hann nefnir að í yfirstandandi endurskoðun Vopnalaga verði fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn. Þar á meðal verði „netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmis konar og eggáhöld“ sett undir Vopnalög. Einnig vill hann að ákvæði í Vopnalögum sem kveður á um að bannað sé að hafa í vörslu sinni bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sentímetrar verði tekið út úr lögunum. Í staðinn verði allur burður hnífa utan vinnu „stranglega bannaður“. Eyþór vill að lagt verði bann við sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.Getty Eyþór tekur fram að hægt sé skaða fólk með nánast hverju sem er, „skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn.“ Hins vegar sé hann ekki að tala um hluti sem geti orðið möguleg vopn heldur einungis þau vopn sem eru „hönnuð til þess eins að skaða aðra“. Því sé gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélaginu. Þá vill Eyþór að við sömu endurskoðun Vopnalaga verði „stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu“ og að undanþágur frá slíku eigi aðeins að byggja á sýnilegri þörf, þegar iðnaðarmenn, netagerðarmenn eða aðrir þurfi þau til vinnu. Þeir sem verði uppvísir að hnífaburði þurfi að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falli til dæmis þar undir flokkinn „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Bann á sölu hnífa og strangar sektir við hnífaburði í „margmenni“ Jafnframt leggur Eyþór til að öll sala hnífa „annarra en verkfæra og eldhúsáhalda“ verði bönnuð. Hann nefnir sem dæmi að finna megi „sérhannaða hnífa til manndrápa“ á stöðum á borð við Kolaportið og víðar. Loks leggur Eyþór til að allur hnífaburður „í margmenni“ frá klukkan sex á kvöldin til sjö á morgnana verði bannaður með öllu og viðurlög verði gerð „gríðarlega ströng“. Því leggur hann til að við fyrsta brot verði lögð 700 þúsund króna sekt og fyrir annað brot verði viðkomandi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Þar verði nóg að viðkomandi hafi verið með „eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því“. Ef einhver beiti slíku vopni til að ógna öðrum skuli sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og hann þurfi að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Einnig leggur hann til að það að bera eggvopn þegar annað brot er framið þyngi dóminn sjálfkrafa. Í lok pistilsins segir Eyþór að þessar tillögur sínar leysi ekki önnur samfélagsleg vandamál og að hnífaburði verði „tæplegast eytt með öllu“ en þetta sé „skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma“. Staðreyndin sé að það þurfi að bregðast við skjótt og samfélagið þurfi að gera það sem ein heild.
Börn og uppeldi Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. 23. apríl 2023 08:08 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51
Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. 23. apríl 2023 08:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent