Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir orðræðu um hve dýrt fatlað fólk sé í rekstri vera niðurlægjandi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði