Sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:30 Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun