„Af hverju má mér ekki líða vel?“ Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. apríl 2023 21:45 Bergþóra Pálsdóttir býr í hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Laugardal. Vísir/Vilhelm Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira