Umræðuefnið er Samfélagsmiðlar og mælir Flensborg með en MR á móti. Lið Flensborgarskólans er eingöngu skipað stelpum sem er í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær alla leið í úrslitin.
Lið Flensborgar skipa þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, Perla Eyfjörð Arnardóttir og Snædís Petra Sölvadóttir.
Lið MR skipa Ingunn Marta Þorsteinsdóttir, Halldór Kári Þórhallsson, Nina Rajani Tryggvadóttir, Kristján Dagur Jónsson og Diljá Kjerúlf.
Keppnin hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu hér á Vísi.
Horfa má á hana í spilaranum hér fyrir neðan.