Erlent

Mynd­uð­u rúss­neskt rann­sókn­ar­skip við Nord Stre­am

Samúel Karl Ólason skrifar
Umræddar gasleiðslur sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingum þann 26. september í fyrra.
Umræddar gasleiðslur sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingum þann 26. september í fyrra. AP/Sænska strandgæslan

Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar.

Blaðamenn danska miðilsins Information fékk þetta staðfest hjá danska flotanum og voru 26 myndir af rannsóknarskipinu teknar austur af Borgundarhólmi þann 22. september. Yfirvöld í Danmörku vilja þó ekki opinbera myndirnar.

Umræddar gasleiðslur sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingum þann 26. september í fyrra. Mörgum kenningum hefur verið haldið á lofti um hverjir bera ábyrgð á árásinni og er hún til rannsóknar hjá ríkjum yfirvöldum ríkja við Eystrasalt og víðar.

Enn sem komið er, hefur þó verið lítið um haldbær svör.

Sjá einnig: Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina

Fregnir af rússneskum skipum af svæðinu bárust fyrst í síðasta mánuði. Þýskur miðill sagði frá því þann 25. mars að SS-750 hefði verið eitt af sex rússneskum skipum og að því hefði verið siglt án þess að sjálfvirkur staðsetningarbúnaður þess væri virkur.

Gögn frá sjálfvirkum staðsetningarbúnaði danska skipsins sem var einnig á svæðinu, gefur samkvæmt Information, til kynna að SS-750 hafi verið skammt frá þeim stöðum þar sem sprengingarnar urðu. Sænskt varðskip var einnig á svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×