„Við stækkuðum um helming“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. apríl 2023 20:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. „Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00