Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2023 21:26 Sigurður Ingi tekur fyrir fullyrðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendubrest. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax. Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira