Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi, samkvæmt vakthafandi varðstjóra. Hann hefur að öðru leyti ekki upplýsingar um gang mála.
Fjórir dælubílar frá slökkviliði eru á vettvangi auk lögreglu og sjúkrabíla. Töluverður fjöldi íbúa fylgist með slökkvistörfum.
Þó nokkur fjöldi vegfarenda hefur haft samband við fréttastofu vegna reyksins, sem er vel sjáanlegur úr fjarska. Þakplötur hafa hrunið af húsinu á meðan eldinum stendur.
Slökkvistarf muni taka tíma
„Þetta er stórt og mikið hús og það er ljóst að slökkvistörf munu taka einhvern tíma,“ segir Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er svo sem engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna. Húsið er að hruni komið og lægri byggingin skíðlogar að innan. Það er ekki þorandi að senda einn einasta mann inn eða upp á hús.“
Jónas segir ljóst að slökkvistarf muni taka sinn tíma. „Þetta verða einhverjir klukkutímar.“
Fréttin hefur verið uppfærð.








