Sósíalísk fjárhagsáætlun – svona byggjum við góða borg Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifa 3. maí 2023 10:30 Kæru félagar. Í þessari grein ætlum við að ræða fjárhagsstöðu Reykjavíkur og sýn Sósíalista. Sýn sem felur í sér að létta gjaldtöku af lág- og millitekjufólki og færa hana til þeirra sem hafa bolmagn. Á síðustu árum hafa skattar verið lækkaðir á fyrirtæki og hin ríku. Slíkt hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á þjónustuveitingu hins opinbera, þar sem almenningur er látinn borga brúsann. Við þessu þarf að bregðast. Sækja þarf tekjur til þeirra sem geta greitt og á sama tíma þarf að draga úr skuldum Reykjavíkur án þess að fórna þeirri þjónustu sem íbúar eiga rétt á. Skynsemi og réttlæti - áætlun Sósíalista til að tryggja góðan fjárhag Við búum í ójöfnu samfélagi, þar sem þau sem minnst hafa greiða hlutfallslega mest í okkar sameiginlegu sjóði á meðan þau ríkustu komast hjá því að greiða í samreksturinn. Útsvar er það sem launafólk, öryrkjar og þau sem hafa lágar tekjur fjárhagsaðstoðar greiða af tekjum sínum í okkar sameiginlegan sjóð. Sjóður sem á að veita okkur öfluga og góða þjónustu. Ríkasta fólkið sem fær tekjur sínar af ávöxtun fjármagns, líkt og með því að leigja út íbúð á okurverði, greiðir ekkert af því til borgarinnar. Leiðrétta þarf það óréttlæti. Skattleggjum hin ríku Mikilvægt er að útsvarsinnheimtur séu sanngjarnar og ekki einungis innheimtar af vinnandi fólki og þeim sem lifa við sárafátæktarmörk. Það er ósanngjarnt og óboðlegt. Það er kominn tími á að allir borgi sinn skerf til samneyslunnar svo hægt sé að sjá borgarbúum fyrir þjónustu. Slíkt verður að vera hægt án þess að hækka gjöld eða álögur á vinnandi fólk. Útsvar er ekki lagt á nema með lögum frá Alþingi. Hér er um mikilvægt réttlætismál að ræða, því sveitarfélögin verða af mörgum milljörðum vegna þess að hin ríku eru undanþegin greiðslu útsvars. Tökum aftur upp aðstöðugjald Aðstöðugjöld á fyrirtæki (prósentuhlutfall af veltu fyrirtækja) voru lögð af árið 1993. Sósíalistar í borginni telja mikilvægt að leggja þau gjöld aftur á. Það er eðlilegt að fyrirtæki greiði í sameiginlega sjóði, fyrir þá innviði sem rekstur þeirra byggir á. Sósíalistar leggja til að gjaldið verði þrepaskipt, þar sem stærstu fyrirtækin greiði mest en þau smæstu minnst. Hugmyndir um að lægri skattinnheimta til fyrirtækja og fjármagnseigenda, trítli niður með brauðmolum til hinna verst settu hafa ekki skilað sér. Enda er ljóst að slíkar hugmyndir nýfrjálshyggjunnar ganga ekki upp. Við vitum að það bitnar alltaf á einhverju og einhverjum að greiða fyrir skattalækkanir, annað hvort með hærri gjaldtöku á almenningi eða lakari þjónustuveitingu hins opinbera. Réttlátari gjaldtaka Skattar á fyrirtæki í borginni voru lækkaðir árið 2021 og hafa ekki hækkað síðan. Þar sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði voru lækkaðir úr 1,65% af fasteignamati húss og lóðar, niður í 1,60%. Með því varð borgin af um 450 milljónum króna, tæpum hálfum milljarði á ári. Í kjölfarið fóru gjaldskrár Reykjavíkurborgar að taka hækkunum, og það tvisvar sinnum árið 2022. Aðrar leiðir sem borgin hefur farið til að auka tekjur í stað réttlátrar skattheimtu er að selja byggingarrétt á lóðum. Hún hefur þannig gerst þátttakandi og er í raun orðin hluti af vandamálinu á húsnæðismarkaðnum. Lóðaútboðin hafa þrýst íbúðaverðinu upp, m.a. vegna þess að í flestum tilvikum fá þeir lóðir sem bjóða hæst. Þá greiða húsnæðisfélög einnig byggingarréttargjald sem skilar sér út í hærra leiguverði íbúðanna. Þegar þau aflögufæru eru undanþegin greiðslu í sameiginlega sjóði, byrjar borgin að selja það sem ekki var áður söluvara; almenningsgæði í borgarlandinu. Útvistun er engin lausn Hægri stefnan sem er áberandi hjá sumum stjórnmálaflokkum, hefur lagt til útvistanir og telur þær lausn til að lækka útgjöld Reykjavíkur og draga þar með úr skuldum borgarinnar. En það er mikilvægt að fólk átti sig á afleiðingum þeirrar „lausnar“. Útvistun felur í sér að færa störf sem áður voru á verksviði borgarinnar til fyrirtækis eða félags. Ástæðan fyrir því að slíkt er ódýrara er oftast vegna þess að starfsfólkið fær minna í laun. Hagræðingin er því tekin úr launaumslagi starfsfólksins. Útvistun leiðir oft til verri þjónustu, lægri launa, minni ábyrgðar hjá borginni gagnvart verkefnunum og hærri kostnaðar til lengri tíma litið. Þetta er einfaldlega ekki sjálfbær valkostur. Hins vegar er það sjálfbært þegar borgin fjárfestir í innviðum og ræður eigið starfsfólk. Slíkt mun bæða tryggja öruggari störf fyrir vinnandi fólk og sjá til þess að þjónusta Reykjavíkur sé veitt beint af borginni og ábyrgðin sé þannig skýr. Ef einkafyrirtæki sjá um að veita þjónustu sem er á verksviði borgarinnar, felur það í sér að borgin varpar ábyrgðinni frá sér. Nýlegt dæmi þess eru launakjör vagnstjóra hjá Strætó bs. Þeir sem eru ráðnir inn í gegnum útvistun eru á lægri grunnlaunum en þeir sem eru fastráðnir hjá félaginu. Reykjavíkurborg sem ber að greiða sömu kjör fyrir sömu störf, hefur hér með varpað ábyrgðinni frá sér. Hækkandi laun borgarfulltrúa Í mörgum tilfellum eru laun borgarfulltrúa mun hærri en hjá vinnandi fólki. Sú staða myndar gjá á milli kjörinna fulltrúa og þeirra sem við erum að vinna fyrir. Við þessu eru Sósíalistar með skýra lausn. Við trúum því að borgarfulltrúar eigi að fá laun sem duga til framfærslu. Að sama skapi eiga launin ekki að vera svo há að þau aftengi þá frá almenningi. Með því að lækka laun borgarfulltrúa, getum við tryggt að kjörnir fulltrúar séu tengdari samfélaginu og að almannafé sé notað á ábyrgan hátt. Félagsleg fjárfesting Það er mikilvægt að það sé annar valkostur í boði en hagfræði nýfrjálshyggjunnar. Hagfræði sem byggir á því að eina leiðin til að bregðast við halla sé að skera niður í grunnþjónustu. Sú hagfræði er úrelt og stenst engin rök. Ástæðan fyrir því er að slíkir niðurskurðir vinda upp á sig og kostnaðurinn eykst. Nýlegt dæmi er boðuð hagræðingaraðgerð meirihlutans um að leggja niður unglingasmiðjur fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Ljóst er að slík aðgerð myndi fela í sér fórnarkostnað til framtíðar. Slíkan fórnarkostnað mátti einnig sjá á árunum eftir efnahagshrunið, þegar ákveðið var að draga úr viðhaldi á skólabyggingum. Afleiðingar þess voru mun dýrari til lengri tíma litið. Mygla- og rakasekmmdir fundust víða og viðhaldskostnaður rauk upp. Hagrætt var með því að fresta viðhaldi. Svokallaðri hagræðingu var náð fram með því að vanrækja grunninnviði og grunnþjónustu. Við erum enn að glíma við afleiðingar slíkrar stefnu í dag sem á rót sína að rekja til hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar, þar sem grunninnviðir eru ekki tryggðir. Sorglegt er að sjá að flokkar sem kenna sig við jöfnuð og félagshyggju fallist á þær forsendur sem hægrið hefur í gegnum tíðina stillt upp sem eina valkostinn við erfiðri fjárhagsstöðu borgarinnar. Að hagræða þurfi með niðurskurði, að hagkvæmt sé að draga úr þjónustu, spara þurfi fjármagn sem ætlað er til leikskóla, tækjapottur vegna tækja og áhalda skóla og frístundasviðs er lækkaðar um helming og lokun unglingasmiðja boðuð. Annar valkostur er í boði. Sósíalistar fallast ekki á það að niðurskurður á grunnþjónustu sé „hagkvæmur“. Það er ekki hagræðing að skera niður til matarinnkaupa á leikskólum um 100 milljónir líkt og samþykkt var af meirihlutanum í fyrra. Minni kostnaður til matarinnkaupa fæst einungis með því að keyra niður launakjör starfsfólks eða með því að minnka matarskammta til barna eða næringargildi þeirra. Það er ekki hægræðing að útvista störfum vagnstjóra og greiða þeim þannig lægri laun en kollegar þeirra sem eru fastráðnir hjá Strætó bs. Félagslegar afleiðingar þess að keyra niður launakjör starfsfólks verða samfélaginu mjög dýrar. Þau sem hafa ekki næg laun til að lifa út mánuðinn þurfa að treysta á félagslega þjónustu. Öll hagræðingin er þarna búin að bíta í skottið á sér. Það er ekki verið að hugsa til lengri tíma í þessum áætlunum meirihlutans og hægrisins. Byggt fyrir framtíðina Sósíalistar leggja til að ávallt sé fjárfest skynsamlega í innviðum. Það þýðir að við viljum fjárfesta enn frekar í húsnæðisuppbyggingu, almenningssamgöngum og skólum. Þetta er þeir innviðir sem sjá til þess að hægt sé að búa í borginni. Ofan á það má bæta að þessar fjárfestingar skapa fleiri störf og auka tekjur borgarinnar. Fjárfestingar í innviðum skila sér nefnilega margfalt til baka. Það er ekki hægt að sjá að aðrir flokkar í borgarstjórn sjái fjármál borgarinnar með þessum augum. Flestir flokkar hafa fallist á hagfræði hægrisins sem lýtur svo á að niðurskurður sé „hagkvæmur“. Sósíalistar hafna þeirri orðræðu og hafa skýra sýn á hvernig bæta skuli fjárhag borgarinnar. Með því að fjárfesta af skynsemi í innviðum og auka tekjur borgarinnar, getum við komið á jafnvægi í rekstrinum án þess að fórna þeim hlutum sem gera fólki raunverulega kleift að búa í henni. Borgarfulltrúar eiga líka að sýna meiri ábyrgð og leiða með góðu fordæmi. Það ætti að vera gert með því að lækka launin. Byrja þarf á því að líta inn á við, í stað þess að skerða mikilvæga grunnþjónustu hér og þar við börn og ungmenni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru félagar. Í þessari grein ætlum við að ræða fjárhagsstöðu Reykjavíkur og sýn Sósíalista. Sýn sem felur í sér að létta gjaldtöku af lág- og millitekjufólki og færa hana til þeirra sem hafa bolmagn. Á síðustu árum hafa skattar verið lækkaðir á fyrirtæki og hin ríku. Slíkt hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á þjónustuveitingu hins opinbera, þar sem almenningur er látinn borga brúsann. Við þessu þarf að bregðast. Sækja þarf tekjur til þeirra sem geta greitt og á sama tíma þarf að draga úr skuldum Reykjavíkur án þess að fórna þeirri þjónustu sem íbúar eiga rétt á. Skynsemi og réttlæti - áætlun Sósíalista til að tryggja góðan fjárhag Við búum í ójöfnu samfélagi, þar sem þau sem minnst hafa greiða hlutfallslega mest í okkar sameiginlegu sjóði á meðan þau ríkustu komast hjá því að greiða í samreksturinn. Útsvar er það sem launafólk, öryrkjar og þau sem hafa lágar tekjur fjárhagsaðstoðar greiða af tekjum sínum í okkar sameiginlegan sjóð. Sjóður sem á að veita okkur öfluga og góða þjónustu. Ríkasta fólkið sem fær tekjur sínar af ávöxtun fjármagns, líkt og með því að leigja út íbúð á okurverði, greiðir ekkert af því til borgarinnar. Leiðrétta þarf það óréttlæti. Skattleggjum hin ríku Mikilvægt er að útsvarsinnheimtur séu sanngjarnar og ekki einungis innheimtar af vinnandi fólki og þeim sem lifa við sárafátæktarmörk. Það er ósanngjarnt og óboðlegt. Það er kominn tími á að allir borgi sinn skerf til samneyslunnar svo hægt sé að sjá borgarbúum fyrir þjónustu. Slíkt verður að vera hægt án þess að hækka gjöld eða álögur á vinnandi fólk. Útsvar er ekki lagt á nema með lögum frá Alþingi. Hér er um mikilvægt réttlætismál að ræða, því sveitarfélögin verða af mörgum milljörðum vegna þess að hin ríku eru undanþegin greiðslu útsvars. Tökum aftur upp aðstöðugjald Aðstöðugjöld á fyrirtæki (prósentuhlutfall af veltu fyrirtækja) voru lögð af árið 1993. Sósíalistar í borginni telja mikilvægt að leggja þau gjöld aftur á. Það er eðlilegt að fyrirtæki greiði í sameiginlega sjóði, fyrir þá innviði sem rekstur þeirra byggir á. Sósíalistar leggja til að gjaldið verði þrepaskipt, þar sem stærstu fyrirtækin greiði mest en þau smæstu minnst. Hugmyndir um að lægri skattinnheimta til fyrirtækja og fjármagnseigenda, trítli niður með brauðmolum til hinna verst settu hafa ekki skilað sér. Enda er ljóst að slíkar hugmyndir nýfrjálshyggjunnar ganga ekki upp. Við vitum að það bitnar alltaf á einhverju og einhverjum að greiða fyrir skattalækkanir, annað hvort með hærri gjaldtöku á almenningi eða lakari þjónustuveitingu hins opinbera. Réttlátari gjaldtaka Skattar á fyrirtæki í borginni voru lækkaðir árið 2021 og hafa ekki hækkað síðan. Þar sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði voru lækkaðir úr 1,65% af fasteignamati húss og lóðar, niður í 1,60%. Með því varð borgin af um 450 milljónum króna, tæpum hálfum milljarði á ári. Í kjölfarið fóru gjaldskrár Reykjavíkurborgar að taka hækkunum, og það tvisvar sinnum árið 2022. Aðrar leiðir sem borgin hefur farið til að auka tekjur í stað réttlátrar skattheimtu er að selja byggingarrétt á lóðum. Hún hefur þannig gerst þátttakandi og er í raun orðin hluti af vandamálinu á húsnæðismarkaðnum. Lóðaútboðin hafa þrýst íbúðaverðinu upp, m.a. vegna þess að í flestum tilvikum fá þeir lóðir sem bjóða hæst. Þá greiða húsnæðisfélög einnig byggingarréttargjald sem skilar sér út í hærra leiguverði íbúðanna. Þegar þau aflögufæru eru undanþegin greiðslu í sameiginlega sjóði, byrjar borgin að selja það sem ekki var áður söluvara; almenningsgæði í borgarlandinu. Útvistun er engin lausn Hægri stefnan sem er áberandi hjá sumum stjórnmálaflokkum, hefur lagt til útvistanir og telur þær lausn til að lækka útgjöld Reykjavíkur og draga þar með úr skuldum borgarinnar. En það er mikilvægt að fólk átti sig á afleiðingum þeirrar „lausnar“. Útvistun felur í sér að færa störf sem áður voru á verksviði borgarinnar til fyrirtækis eða félags. Ástæðan fyrir því að slíkt er ódýrara er oftast vegna þess að starfsfólkið fær minna í laun. Hagræðingin er því tekin úr launaumslagi starfsfólksins. Útvistun leiðir oft til verri þjónustu, lægri launa, minni ábyrgðar hjá borginni gagnvart verkefnunum og hærri kostnaðar til lengri tíma litið. Þetta er einfaldlega ekki sjálfbær valkostur. Hins vegar er það sjálfbært þegar borgin fjárfestir í innviðum og ræður eigið starfsfólk. Slíkt mun bæða tryggja öruggari störf fyrir vinnandi fólk og sjá til þess að þjónusta Reykjavíkur sé veitt beint af borginni og ábyrgðin sé þannig skýr. Ef einkafyrirtæki sjá um að veita þjónustu sem er á verksviði borgarinnar, felur það í sér að borgin varpar ábyrgðinni frá sér. Nýlegt dæmi þess eru launakjör vagnstjóra hjá Strætó bs. Þeir sem eru ráðnir inn í gegnum útvistun eru á lægri grunnlaunum en þeir sem eru fastráðnir hjá félaginu. Reykjavíkurborg sem ber að greiða sömu kjör fyrir sömu störf, hefur hér með varpað ábyrgðinni frá sér. Hækkandi laun borgarfulltrúa Í mörgum tilfellum eru laun borgarfulltrúa mun hærri en hjá vinnandi fólki. Sú staða myndar gjá á milli kjörinna fulltrúa og þeirra sem við erum að vinna fyrir. Við þessu eru Sósíalistar með skýra lausn. Við trúum því að borgarfulltrúar eigi að fá laun sem duga til framfærslu. Að sama skapi eiga launin ekki að vera svo há að þau aftengi þá frá almenningi. Með því að lækka laun borgarfulltrúa, getum við tryggt að kjörnir fulltrúar séu tengdari samfélaginu og að almannafé sé notað á ábyrgan hátt. Félagsleg fjárfesting Það er mikilvægt að það sé annar valkostur í boði en hagfræði nýfrjálshyggjunnar. Hagfræði sem byggir á því að eina leiðin til að bregðast við halla sé að skera niður í grunnþjónustu. Sú hagfræði er úrelt og stenst engin rök. Ástæðan fyrir því er að slíkir niðurskurðir vinda upp á sig og kostnaðurinn eykst. Nýlegt dæmi er boðuð hagræðingaraðgerð meirihlutans um að leggja niður unglingasmiðjur fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Ljóst er að slík aðgerð myndi fela í sér fórnarkostnað til framtíðar. Slíkan fórnarkostnað mátti einnig sjá á árunum eftir efnahagshrunið, þegar ákveðið var að draga úr viðhaldi á skólabyggingum. Afleiðingar þess voru mun dýrari til lengri tíma litið. Mygla- og rakasekmmdir fundust víða og viðhaldskostnaður rauk upp. Hagrætt var með því að fresta viðhaldi. Svokallaðri hagræðingu var náð fram með því að vanrækja grunninnviði og grunnþjónustu. Við erum enn að glíma við afleiðingar slíkrar stefnu í dag sem á rót sína að rekja til hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar, þar sem grunninnviðir eru ekki tryggðir. Sorglegt er að sjá að flokkar sem kenna sig við jöfnuð og félagshyggju fallist á þær forsendur sem hægrið hefur í gegnum tíðina stillt upp sem eina valkostinn við erfiðri fjárhagsstöðu borgarinnar. Að hagræða þurfi með niðurskurði, að hagkvæmt sé að draga úr þjónustu, spara þurfi fjármagn sem ætlað er til leikskóla, tækjapottur vegna tækja og áhalda skóla og frístundasviðs er lækkaðar um helming og lokun unglingasmiðja boðuð. Annar valkostur er í boði. Sósíalistar fallast ekki á það að niðurskurður á grunnþjónustu sé „hagkvæmur“. Það er ekki hagræðing að skera niður til matarinnkaupa á leikskólum um 100 milljónir líkt og samþykkt var af meirihlutanum í fyrra. Minni kostnaður til matarinnkaupa fæst einungis með því að keyra niður launakjör starfsfólks eða með því að minnka matarskammta til barna eða næringargildi þeirra. Það er ekki hægræðing að útvista störfum vagnstjóra og greiða þeim þannig lægri laun en kollegar þeirra sem eru fastráðnir hjá Strætó bs. Félagslegar afleiðingar þess að keyra niður launakjör starfsfólks verða samfélaginu mjög dýrar. Þau sem hafa ekki næg laun til að lifa út mánuðinn þurfa að treysta á félagslega þjónustu. Öll hagræðingin er þarna búin að bíta í skottið á sér. Það er ekki verið að hugsa til lengri tíma í þessum áætlunum meirihlutans og hægrisins. Byggt fyrir framtíðina Sósíalistar leggja til að ávallt sé fjárfest skynsamlega í innviðum. Það þýðir að við viljum fjárfesta enn frekar í húsnæðisuppbyggingu, almenningssamgöngum og skólum. Þetta er þeir innviðir sem sjá til þess að hægt sé að búa í borginni. Ofan á það má bæta að þessar fjárfestingar skapa fleiri störf og auka tekjur borgarinnar. Fjárfestingar í innviðum skila sér nefnilega margfalt til baka. Það er ekki hægt að sjá að aðrir flokkar í borgarstjórn sjái fjármál borgarinnar með þessum augum. Flestir flokkar hafa fallist á hagfræði hægrisins sem lýtur svo á að niðurskurður sé „hagkvæmur“. Sósíalistar hafna þeirri orðræðu og hafa skýra sýn á hvernig bæta skuli fjárhag borgarinnar. Með því að fjárfesta af skynsemi í innviðum og auka tekjur borgarinnar, getum við komið á jafnvægi í rekstrinum án þess að fórna þeim hlutum sem gera fólki raunverulega kleift að búa í henni. Borgarfulltrúar eiga líka að sýna meiri ábyrgð og leiða með góðu fordæmi. Það ætti að vera gert með því að lækka launin. Byrja þarf á því að líta inn á við, í stað þess að skerða mikilvæga grunnþjónustu hér og þar við börn og ungmenni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun