Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:02 Volodymyr Zelenskyy og Sauli Niinisto á blaðamannafundi í hádeginu. vísir/Einar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti ávörpuðu fjölmiðla í forsetahöllinni í Helsinki í dag. Þétt var setið á fundinum líkt og sést á myndum Einars Árnasonar tökumanns en hann er var í salnum ásamt Heimi Má Péturssyni fréttamanni. Fulltrúar íslenskra fjölmiðla eru í finnsku forsetahöllinni í dag.vísir/Heimir Már Selenskí minntist á hversu stutt er á milli Helsinki og átakanna í Úkraínu. Sterkar varnir Úkraínumanna og aðstoð NATO-ríkjanna komi hins vegar í veg fyrir að Rússar nái nokkurn tímann þangað. Heimir Már rakti það helsta sem kom fram á fundinum í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði Selenskí meðal annars hafa boðað mikil tíðindi í stríðinu á þessu ári. Þá sagði hann nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og ítrekaði ákall um þotur og hergögn. Heimir Már Pétursson hlýðir á ræðu Selenskís.vísir/Einar Selenskí tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna í dag og samkvæmt Stjórnarráðinu stendur til að ræða áframhaldandi stuðning við Úkraínu, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Að neðan má sjá frá því þegar Selenskí kom á fund finnska forsetans í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Selenskí í dag. Þar stendur meðal annars til að ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík 16. til 17. maí. Á eftir verður blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna, finnska forsetans og Úkraínuforseta. Sýnt verður frá honum í beinni á Vísi. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsókn Selenskís fyrir fram af öryggisástæðum.vísir/Einar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti ávörpuðu fjölmiðla í forsetahöllinni í Helsinki í dag. Þétt var setið á fundinum líkt og sést á myndum Einars Árnasonar tökumanns en hann er var í salnum ásamt Heimi Má Péturssyni fréttamanni. Fulltrúar íslenskra fjölmiðla eru í finnsku forsetahöllinni í dag.vísir/Heimir Már Selenskí minntist á hversu stutt er á milli Helsinki og átakanna í Úkraínu. Sterkar varnir Úkraínumanna og aðstoð NATO-ríkjanna komi hins vegar í veg fyrir að Rússar nái nokkurn tímann þangað. Heimir Már rakti það helsta sem kom fram á fundinum í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði Selenskí meðal annars hafa boðað mikil tíðindi í stríðinu á þessu ári. Þá sagði hann nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og ítrekaði ákall um þotur og hergögn. Heimir Már Pétursson hlýðir á ræðu Selenskís.vísir/Einar Selenskí tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna í dag og samkvæmt Stjórnarráðinu stendur til að ræða áframhaldandi stuðning við Úkraínu, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Að neðan má sjá frá því þegar Selenskí kom á fund finnska forsetans í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Selenskí í dag. Þar stendur meðal annars til að ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík 16. til 17. maí. Á eftir verður blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna, finnska forsetans og Úkraínuforseta. Sýnt verður frá honum í beinni á Vísi. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsókn Selenskís fyrir fram af öryggisástæðum.vísir/Einar
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira