Messi mun fara ókeypis í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:31 Lionel Messi mun yfirgefa París í sumar en hvert fer hann? Getty/Sebastian Frej Nú er orðið ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Mikil óvissa ríkir um næsta skref þessa sjöfalda handhafa Gullboltans. Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár. Franski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár.
Franski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira