Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Elísabet Inga Sigurðardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 4. maí 2023 11:03 Kristín Jónsdóttir er deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhnik hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa. Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa.
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14